Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Síða 109

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Síða 109
legri afbrigði, eins og þau sem hefjast með orðunum „það þegar maður ...“ Hlutverk slíkrar orðabókar er ekki einungis fólgin í því að túlka merkingu einstakra orða, held- ur einnig að benda mönnum á önnur merkingarskyld orð. Höfundar gera sér ljósa grein fyrir þessu víða í bókinni, þótt annars staðar verði misbrestur á því. Meðferð á útlendum skammstöfunum er ákaflega ófullnægjandi, því að úr þeim er ekki lesið til hlítar, heldur er hlutverk eitt látið nægja. Þannig er til að mynda CD einungis skýrt sem „alþjóðlegt merki sendi- ráðsbifreiða“, þar sem sjálfsagt var að geta þess, að hér er um að ræða skammstöfun á frönskum orðum (Corps diplomatique) og gefa þýðingu á þeim, í stað þess að greina einungis frá hlutverki skammstöfunarinn- ar, eins og gert er í bókinni. Eg hef ekki fundið neina útlenda skammstöfun í ritinu, sem skýrð sé á viðunandi hátt. Þótt ég hafi talið mér skylt að minnast nokkurra galla, þá hef ég litla áfýsi að hamra lengi á slíku. Bókin er þeim Arna Böðvarssyni og samverkamönnum hans til mikils sóma, og Menningarsjóður á miklar þakkir skilið fyrir þessa framtakssemi. Það er ávallt auðvelt fyrirtæki að finna að hlut- um, en miklum mun erfiðara að telja það upp, sem vel er gert. Orðabækur verða aldrei fullgerðar, held- ur eru þær sífellt að úreldast og ganga úr sér, svo að sum atriðin í þeim eru komin úr gildi þegar við útkomu. Væntanlega verð- ur ötullega unnið að því að endurbæta og auka þessa orðabók, og þyrfti að gera slíkt á eins eða tveggja ára fresti. Mætti gefa út sérstök viðbótarhefti í fyrstu. Fljótlega þyrftu að koma á inarkaðinn aðrar tegundir af orðabókum: (1) mynd- skreytt orðabók til almenningsnota og handa skólum yrði hið þarfasta fyrirtæki. Slík orðabók myndi gera allar skýringar miklum mun auðveldari, og notagildi henn- Umsagnir um bœkur ar yrði langtum meira en þeirrar, sem hér er minnzt. (2) samheita orðabók, þar sem orðum er raðað eftir merkingum. Þá yrði sammerktum orðum og orðum skyldra merk- inga flokkað saman og vísað til andræðra orða, en með myndi svo fylgja lykill orða í stafrófsröð. (3) orðsifjabók, sem rekti upp- runa orða og skyldleika. (4) orðabœkur með þýðingum á ensku og frönsku, sem gæti komið útlendingum að notum eigi síð- ur en íslenzkum námsmönnum. Markaður fyrir hvers kyns orðabækur ætti að vera töluverður, einkum þær sem nemendur í skólum verða að nota. Ámi Böðvarsson hefur sannað það með þessu verki, að hann er fyllilega þeim vanda vaxinn að takast erfiðari orðabókarstörf á hendur, og í rauninni ætti að gera hann að föstum ritstjóra orðabóka þeirra, sem vænt- anlega verða samdar handa skólum og al- menningi í framtíðinni. Þótt hin vísinda- lega orðabók háskólans muni einhvern tíma sjá dagsins ljós og varpa þá hinum smærri orðabókum í skuggann, þá verður hún aldrei almenningseign vegna dýrleika og fyrirferðar. Hin nýja orðabók Áma Böðv- arssonar mun gegna mikilvægu hlutverki í námi manna og menntun, og hefur hann með þessu starfi unnið til mikiUar skuldar af þjóðinni. Hermann Pálsson. Hundrað ár á Þjóðminjasafni jÓðminjasafnið varð hundrað ára á síðastliðnum vetri. í tilefni þess birt- ist fyrir jólin í hittifyrra ein hin fegursta og vandaðasta bók, sem komið hefur út hér á landi: Hundrað ár á Þjóðminjasafni eftir Kristján Eldjám þjóðminjavörð.1 Ritið geymir 100 minjaþætti, flestir em þeir ein 1 Bókaútgáfa Menningarsjóðs. 99
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.