Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Side 115

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1964, Side 115
í Grænlendinga s. segir, að kaupmaður frá Brimum í Saxlandi hafi keypt af Karls- efni húsasnotru, sem gerð var úr amerísk- um möstur-við (maple eða paper birch), og galt fyrir hálfa mörk gulls, svo að sæmilegt listaverk hefur það verið. MyndvejnaSur. íslendingar skáru ekki einungis myndir í tré og bein á miðöldum, heldur ófu og saumuðu íslenzkar hannyrða- konur myndir á refla og vendi, sem skreyttu híbýli þeirra. Bayeux-teppið er frægasti hannyrðagripur Vesturlanda, en það á sér 12 bræður íslenzka, refilsaumuð altaris- klæði. Það eru til slitur úr þremur slíkum klæðum norskum, en þar með er upptalinn allur refilsaumur frá miðöldum um okkar daga. í íslenzkum fomsögum er þess alloft getið, að híbýli manna vom skreytt tjöld- um, og á Reykhólum voru til reflar og vendir um alla stóru stofu og litlu stofu á 15. öld. Myndlist átti sér engu síður unnendur á íslandi á miðöldum en annars staðar á Vesturlöndum. Þá varðveittust goð-, hetju- og helgisagnaminni ekki einungis í munn- legri geymd og skráð á bókfell, heldur einnig í myndum, og listaverk bárust milli landa. Er ekki hugsanlegt, að Edda sé til orðin í Odda, af því að þar hafi húsakynni verið skreytt hetju- og goðsagnamyndum? Skip. Af kenningunni um timburleysi ís- lendinga leiðir, að fræðimenn hafa haft fyr- ir satt, að þeir hafi ekki getað smíðað sér haffærar fleytur. G. J. er undir áhrifum þessarar kenningar og gerir almikið úr því, hve háskalegt skipaleysið hafi verið (bls. 38). Þessi kenning rekst þvert á staðreynd- ir íslenzkrar atvinnusögu. Frá upphafi vega hafa fslendingar verið mikil fiskveiðiþjóð, en til fiskveiða þarf skip og báta; þeir voru því einnig talsverðir skipasmiðir. Fomar skipasmíðar okkar em lítt rannsakaðar, en á það má benda, að fom siglingalist vík- ingaaldar, sigling með einu rásegli, virðist Umsugnir um bœkur hafa varðveitzt í íslenzkum verstöðvum til skamms tíma. Allt fram á 19. öld vom smá- bátar meginhluti íslenzka fiskiskipaflotans, eins- og tveggjamannaför, en íslendingar áttu ávallt talsvert af stærri skipum, tein- og tólfæringa og ferjur, sem þeir notuðu til flutninga yfir flóa og úr úteyjum. Á þeim fluttu þeir m. a. rekavið. Stundum er þess getið, að þeir lögðu slíkum skipum á út- hafið og sigldu til Noregs. Lúðvík Krist- jánsson hefur bent mér á, að þeir, sem lögðu skipum sínum í sortann á haust- og vetrarvertíðum við ísland og sóttu á djúp- mið, gátu auðvitað einnig siglt milli landa á sumrin. Á landnámsöld (870—930) hefur mikill og sennilega allgóður skipastóll ver- ið í eigu íslendinga, en landnámsflotinn hefur verið farinn að ganga úr sér, þegar kemur fram um miðja 10. öld. Sennilega hefur verið fátt um hafskip og knerri meðal þeirra 25 skipa, sem lögðu úr Breiðafirði á úthafið 986 til landnáms á Grænlandi undir forystu Eiríks rauða. Því er ekki að neita, að siglingin gekk einnig heldur bögulega; 14 skip komust alla leið, hin fórust eða hrakti aftur til fslands. Þetta voru þó minni afföll en hjá flotanum ósigrandi sællar minningar. íslendingar hættu ekki siglingum sökum timburskorts, heldur er orsakanna að leita í þjóðarbúskap þeirra. Þeir voru frumstæð bændaþjóð, sem keppti að því að vera sjálf- um sér nóg og bjó að langmestu leyti að sínu. Á 13. öld hrynur grundvöllurinn und- an sjóveldi Norðmanna; ríki þeirra var ekki svo efnahagslega sterkt, að það stæðist strauma tímans. íslendingar voru efnahags- lega vanmáttugri en Norðmenn og höfðu aldrei bolmagn til þess að stunda kaupsigl- ingu nema í skjóli þeirra, m. a. af því að þeir höfðu enga utanríkisþjónustu. Svo er þaS Sturlungaöld. Það er hæpin sagnfræði á síðari hluta 20. aldar að harma foma atburði. ísland var sjálfstætt þjóð- 105
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.