Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Síða 62

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1970, Síða 62
Tímarit Máls og menningar Lukács heldur því fram að yfirbreiðslutilhneigingar borgaralegrar hugmynda- fræði hafi mótað natúralismann að mörgu leyti, enda eigi hann margt sam- eiginlegt með þeim, t. d. þjónar „vísindamennska“ hans miklu fremur þeim tilgangi að leyna kjarna málsins en grafast fyrir um hann og afhjúpa eðli hans. Þetta merkir ekki að allir natúralískir rithöfundar þessa tíma hafi, með- vitandi eða ómeðvitandi, verið yfirbreiðslupostular. Þvertámóti. Allir meiri- háttar rithöfundar natúralismans voru í heinni eða óbeinni andstöðu við borgaralegt þjóðfélag. En andstöðumöguleikar þeirra takmörkuðust verulega af áhrifum borgaralegrar hugmyndafræði. Þeir áttu erfitt með að verjast þeirri yfirborðsmennsku og raunveruleikafölsun sem umlék þá á allar hliðar. Sviptir flestum möguleikum til samfélagsþátttöku urðu þeir óvirkir áhorf- endur. Þeir tóku að líta á hlutverk sitt sem vísindalega athugun. Þeir lýstu nákvæmlega því sem þeir sáu, oft af gremju og háðsku, en lýsingar þeirra urðu aldrei nema hálfsannar, því þær féllu ekki inní neina heildarmynd af samfélagsveruleikanum. Listræn andstaða þeirra gegn því borgaralega þjóð- félagi sem þeir lifðu í var þolandaleg og máttlítil. En borgaraleg hugmynda- fræði var ekki ein um að móta natúralismann. Útbreiðsla vöruformsins og vaxandi hlutgerving lögðu sitt að mörkum. Það var erfiðara en áður að koma auga á raunverulegt innihald mannlegra afstæðna, og þarafleiðandi einnig erfiðara að lýsa því sem mannlegu sambandi en ekki sambandi milli hluta. Nákvæmar umhverfishreytingar natúralismans stafa þessvegna líka af því að dauðir hlutir skipuðu raunverulega hærri sess í hugum fólks en áður. En þó Lukács líti svo á að natúralisminn hafi að mestu verið samfélagsleg og söguleg nauðsyn, næstum óhjákvæmileg afleiðing af þróun kapítalismans, þá sýknar hann ekki sérhvern höfund með því að segja að hann hafi aðeins verið fórnarlamb þróunarinnar. Maðurinn er ekki aðeins afsprengi umhverf- isins, heldur líka smiður þess. Rithöfundi ber ekki minni skylda en öðrum til að takast á við umhverfi sitt og breyta því og þarmeð sjálfum sér. En upplausn raunsæisins lýsir sér ekki aðeins í natúralismanum og tákn- sæinu (symbolismanum), sem Lukács telur að spretti að nokkru uppúr því fyrra. Sá straumur sem átti eftir að verða ennþá sterkari og fæða af sér miklu áhrifameiri listaverk en natúralisminn hefur nokkurntíma verið fær um, var skáldskapur huglægninnar og innsæisins. Hann á að nokkru leyti uppruna sinn í rómantíkinni, setur á blómaskeiði natúralismans mest mark á ljóðlistina og eignast sinn fyrsta stórfulltrúa í Rimbaud. Hér er ekki um að ræða neina einkynja bókmenntastefnu, heldur mjög víðtæka þróun sem verður með ýmsu móti í ýmsum löndum. Höfuðeinkenni innsæisbókmennta er 252
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.