Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Qupperneq 111
I Gestastofu er líka skyggnst víða og
mikil reynsla tjáð á margslunginn æðru-
lausan hátt (æðruleysið er í sjálfu sér
fagnaðarefni því heldur hvimleiður vælu-
tónn hefur spillt mörgum ljóðabókum 7.
áratugarins: td frýjuorð karlmennisins
sem er að kikna undir byrði sinni!). En
mikil tíðindi eru ekki sögð í bókinni af
samfélagi þessa manns sem situr þarna í
stóli sínum, þráttfyrirþað að kvæðin beri
með sér að hann er víðförull. Skáldið er
eitt með stjörnum sínum . . . himin- og
jarðstjörnum. Svo virðist amk vera við
fyrsta álit. Saknar lesandinn hinnar virku
félagslegu þátttöku sem her mikið á í
Krossgötum, síðustu bók höfundar? Vantar
vopnabrakið í Gestastofu? Er annars þörf
á vopnabraki í skáldskap? Hvað sem því
líður vil ég rifja upp nokkur þeirra ljóða
í Krossgötum sem gerast þar sem „fylk-
ingum lýstur saman“; og þá vil ég fyrst
nefna Elugur, vel ort ljóð í hnittnu dæmi-
söguformi; Lögmálið, ort af spámannlegum
hita; og síðast en ekki síst kvæðið Kross-
götur (samnefnt bókinni), en þar sviptir
höfundur í burtu, ef svo má segja, óska-
myndinni gamalkunnu af prinsinum sem
kemur á þeysireið utan úr hlánum á
hvítum fáki að frelsa mann og mús (sjálf-
sagt minni frá riddaratímum; eftilvill upp-
haflega búið til af kastalajómfrú sem far-
in er að örvænta!) . . . í stað þessa and-
vana fædda prins teflir Baldur fram öllu
raunverulegri og þekkari mynd óskamanna:
Þeir sem ég bíS, þeir birtast í morgunsáriS,
menn af svarSarsora skírSir á báli.
Þeir sem ég bíS, þeir birtast í morgunsáriS,
menn úr stáli.
(Krossgötur)
Óttumst ekki stálið, það er seinni liður
hinnar beinu líkingar!!
Vmsagnir um bœkur
Eins fer um helgiljóðin, en báðir þessir
efnisþættir eru gildir í fyrri bókum Bald-
urs. Heill bálkur með helgiljóðablæ, Kirkj-
an, er í Svefneyjum; og þrjú ljóð bera
samheitið Drög að helgimyndum í Kross-
götum, tvö þeirra amk sótt beint í texta
biblíunnar. I Gestastofu mætti hins vegar
aðeins flokka tvö kvæði til helgi-skáldskap-
ar: í minningu þína og Sorg, fyrsta og
seinasta kvæði bókar (ef þrjár þýðingar
á Ijóðum Garcia Lorca eru skildar undan).
En þessi „helgiljóð“ Gestastofu bera í sér
afneitun sjálfs sín, þe helgileikans, amk
hins bihlíulega helgileika. Varla getur
verið hending að þeim er skipað fremst og
aftast í bókinni . . . Að öllu athuguðu má
segja að þeir efnisþættir sem eru skýrt
aðgreindir í Svefneyjum, séu meir og meir
samtvinnaðir í seinni bókunum tveim;
Krossgötur eru millistig í þeirri þróun . . .
Án samfélags geta víst engir lifað nema
kannski stöku akademíkerar, - afturámóti
liggur leið skálds til sjálfs sín jafnframt
til allra manna: samfélagið er lífssvið þess
einsog sjórinn er lífssvið fisksins, - að því
tilskildu að ort sé af einlægni og hag-
leiknum ekki beitt í blekkingarskyni . . .
Hið fágæta við Gestastofu er einmitt þetta:
þar er lýst - eða leitað að - ákveðinni
persónulegri lífsafstöðu. Hin skorinyrtu
ljóð sem forðum var lýst eftir þurfa ekki
að vera vígreif; það sönnuðu tam ásta-
kvæði Eluards og Aragons á tímum hörm-
unga í sögu Frakklands. Og jafn-skapheitt
og einlægt skáld og Baldur Óskarsson mun
ólíklega una sér vel í helgum steini, við
pússun demanta. Bústaður hans er veggja-
Iaus; hann sér til allra átta. Hið fjarlæga
og hið nálæga, mannlífið og náttúran, for-
tíðin og nútíðin birtast á sama hveli . . .
í skini hins ókomna! Miðdepill hringsins
er allsstaðar en hringferillinn hvergi:
317