Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Side 112

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Side 112
Timarit Máís og menningat HygSin bjarta, hygSin dimma, líkt og grásilfur tvinnaS gegnum hjarta. - Grœnu hagar, heiSa stjörnunótt! Seijur hvílir horn á himinbrún og blómi jarSar krýnir þjórinn svarta. Yxn og rósir, sojiS, sojiS, sojiS unz geiri dagsins leggur drauminn aS velli. Þetta er miðkafli úr kvæðinu Tauro- mania. Eg dreg í efa að betur hafi verið ort á okkar gæðasmjörs-tímum. Erlingur E. Halldórsson. NÁTTÚRAN ER NÁMINU RÍKARI Aldraður íslenskur bóndi í Saskatchewan í Vesturheimi missir sjónina. Honum er gef- in blindraritvél og á hana fer hann að rita ævisögu sína. Hún birtist jafnóðum í blað- inu Heimskringlu, á árunum 1930-34. Verk- ið fyllir tvö myndarleg bindi og varð því þó ekki lokið til fullnustu áður en dauð- inn setti því takmörk. En ævisagan varð óvenjulega efnisríkt og merkilegt rit, enda hafði margt á dagana drifið, minnið af- burðagott, athygli og dómgreind frábær. Þessi íslenski bóndi var Friðrik Guð- mundsson frá Syðra-Lóni á Langanesi og síðar bóndi í Quill Lake-byggðinni nærri Mozart í Saskatchewan, en Endurminning- ar hans hafa nýlega birst í nýrri útgáfu, þeirri fyrstu hérlendis.1 1 Friðrik Guðmundsson: Endurminningar I—II. Gils Guðmundsson gaf út. Reykja- vík. Víkurútgáfan - Guðjón Elíasson, 1972-1973. 323 + 295 bls. Svo ólíkir sem mennirnir og örlög þeirra eru, svo ólíkar verða að líkindum sjálfs- ævisögur þeirra. Hversu mjög sem þeir kunna að leggja sig fram um annað, verða endurminningarnar alltaf sjálfsmyndir á einn eða annan hátt og til þess skráðar, amk. öðrum þræði, að við hin getum virt myndina fyrir okkur. Allmargar ævisögur eru í raun og veru varnarrit og þá stund- um jafnframt deilurit, og eru slíks dæmi óteljandi. Gildi slíkra minningabóka felst í því hversu merkilegur maðurinn sjálfur er sem segir frá, eða hverju máli þær skoðanir skipta sem hann ver. Miklu meira almennt sögulegt gildi hafa þær ævisögur margar þar sem höfundurinn orðlengir urn umhverfi sitt og aldaranda. Vitaskuld jafn- gilda þær sjaldnast sagnfræði, og eru þess þó dæmi, hvað snertir tilgreind gögn eða heimildir. En endurminningar eru af sjálf- um sér heimildir síðari mönnum, og marg- ar hverjar miklu ljósari og mikilvægari þurrum skjölum, gæddar lífgrósku þegar best lætur. Það er gamalt og nýtt mark- mið sagnaritunar að lýsa því „hvemig það var í raun og veru“, og er fáum betur til slíks treystandi að öðru jöfnu en þeim sem sjálfur var nær. Endurminningar Friðriks Guðmundsson- ar eru af þeirri gerð sjálfsævisögu sem um fram annað er lýsing aldarháttar og um- hverfis, þjóðlífs og menningarstrauma. Og þær sóma sér með prýði við hlið annarra þeirra endurminningarita sem menn hafa talið að legðu hvað bestan skerf til þekk- ingar okkar á liðinni tíð. Ef hægt væri að segja að sagnfræði í þrengri merkingu miðaði að beinni tíma- ákvörðun atburða, þá er það víst að menn- ingarsagan miðar frá slíkri staðfestingu, og er þó út í hött að reyna að draga ein- hver rök milli þessara sviða sömu fræði- greinar. Endurminningar Friðriks Guð- mundssonar eru að því leyti ólíkar sagn- 318
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.