Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Page 113
fræðiriti að þær styðjast við endurminn-
ingu aldraðs manns en ekki skjalasafn eða
tilgreindar heimildir. En því ítarlegar er
vikið að því sem í loftinu Id um daga höf-
undarins og því betur er lýst viðhorfum,
hugsunarhætti og þeim tímamótum, í
menningarsögulegu tilliti, sem hann lifði.
Honum er mikið í mun að allir þeir sem
frá er sagt njóti sannmælis og að frásögn-
in verði ekki hlutdræg. Margvíða segir
hann frá deilum sem hann sjálfur átti hlut
að, en gerir sér far um að endurminning-
arnar verði ekki deilurit á neinn hátt. Það
vekur ekki síst athygli lesandans hversu
hann leggur sig fram um að hrósa þeim
mönnum sem hann þó hefur átt misjöfn
viðskipti við. I þeim hópi ber að nefna
brytann frá Möðruvöllum, en við hann
áttust þeir skólapiltarnir, og um fram allt
séra Arnljót Ólafsson, en þrátt fyrir skær-
ur þeirra í millum ber Friðrik mikið lof á
hann. Þegar minningarnar eru festar á
blað er langt um liðið síðan þeir öttu
kappi norður á Langanesi og víður vegur
farinn þaðan. Við lesturinn setur að manni
þann grun að Friðrik vilji í rauninni
bera blak af Arnljóti, látnum merkismanni.
Hið sama verður þó ekki sagt um séra Jón
Bjarnason. I garð hans og þeirrar kirkju-
hreyfingar sem hann leiddi gætir kala og
nokkurrar þykkju, og má vera að því valdi
að skemmra var um liðið síðan leiðir
þeirra bar saman, enda ágreiningsefnin
enn ofarlega á baugi. Líklega veldur hér
og nokkru að verkinu var ekki að fullu
lokið þegar Friðrik féll frá: atburðarásin
ekki dregin saman til niðurstöðu.
Endurminningum Friðriks Guðmunds-
sonar lýkur á því móti að hann gerir grein
fyrir trúarskoðunum sínum og afstöðu í
safnaðadeilum þeirra Vestur-íslendinga.
Svo er að skilja að fyrir hafi legið að
taka þá til við önnur efni þótt getgátur
einar viti hver voru. Það væri ofmælt að
Vmsagnir um bœkur
segja endurminningamar enda í miðjum
klíðum, og alla vega setti sá húsbóndi
punktinn á sem okkur byrjar ekki að
þrátta við. Eins og sj£fsævisagan liggur
fyrir, ber hún það með sér að hún var
samin í köflum sem ætlaðir voru til birt-
ingar jafnóðum, og þess gætir hér og þar
í samsetningu og efnisskipan. Myndir
minninganna renna upp fyrir blindum
sjónum þessa gamla bónda, víða er farið
harla hratt yfir sögu og margs getið sem
ekki vinnst tóm til að rekja ítarlega. Það
er þó afrek í sjálfu sér hve vel ætla má að
Friðrik hafi tekist það sem hann setti sér
frarnan af sögu sinni, að rifja upp og
vekja upp minninguna um gamla ættland-
ið, eins og það var, í hugum landa sinna
vestra.
Það sem telja má að einkum veki at-
hygli lesanda þessa rits er sú óhemjulega
efnisauðlegð sem það býr yfir. Endur-
minningar Friðriks Guðmundssonar eru
hrein náma þeim manni sem vill kynna sér
þjóðháttu, búskaparlag, menningu, lífskjör
og hugsunarhátt á Islandi fyrir öld. Hér
ganga fram ótaldir menn sem frægir hafa
orðið á spjöldum sögunnar, kunnugur segir
hér frá þeim Kristjáni Fjallaskáldi og Jóni
Trausta; Valdimar Ásmundssyni er lýst
og nákunnugur segir frá Jakobi Hálfdanar-
syni og Benedikt Sveinssyni, og eru þá fáir
einir taldir. Skopsögurnar af Benedikt eru
hunang, eða ætli það hafi ekki verið hátíð
að hlýða á séra Sigurð í Vigur leita sér
liðs á Þingvallafundi með því að kyrja
Lallabraginn fræga yfir ókunnugum mönn-
um? Áður var getið mn séra Arnljót enda
er hann ein af aðalsöguhetjum Friðriks.
Það er erfitt að vita hvar staðnæmast
skal þegar rifjuð eru upp nokkur af þeim
ótölulegu efnisatriðum sem þetta auðuga
rit hefur að geyma. Einstökum héruðum og
bæjum er lýst svo að lifandi verða og dreg-
in er upp skemmtileg mynd, fyrir okkur
319