Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 4

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 4
Vésteinn Lúðvíksson Ádrep ur Kjarnorkumenning í tæp 40 ár, eða frá því kjarnorkusprengjunum var varpað á Hiroshima og Nagasaki í ágúst 1945, hefur mannkynið búið við hættu sem á sér enga hliðstæðu í sögu þess. Um árþúsundir var tegundin homo sapiens, þrátt fyrir óblíða náttúru, hungur, drepsóttir, stríð og aðrar hörmungar, aldrei að því komin að deyja út. Hún sótti þvertámóti í sig veðrið af slíkum þrótti, að síðustu aldirnar hefur það verið í senn forsenda og niðurstaða margra hinna skörpustu hugsuða að mannkynið hefði verið, væri og yrði á framfarabraut. En árið 1950 komst Albert Einstein svo að orði og vissi hvað hann söng, að geislaeitrun andrúmsloftsins og þarmeð tortíming alls lífs á jörðinni væri þegar orðinn tæknilegur möguleiki. Og árið 1983 hafa „framfarirnar" náð því stigi, að tortíming alls lífs á jörðinni er ekki aðeins tæknilegur heldur líka pólitískur möguleiki. Ef til styrjaldarátaka kemur og stórveldin senda hvort öðru og bandamönnunum allt það sprengjumagn sem þau ráða yfir, má telja víst að enginn verði lengi til frásagnar um miklar framfarir. Annaðhvort þurrkast út allt mannlíf, eða leifar þess verða í ætt við villimennsku fremur en siðmenningu. Þessi hætta er geigvænlegri en svo að fólk treysti sér almennt til að horfast í augu við hana. Flestir reyna að telja sér trú um að til kjarnorkustríðs geti ekki komið, til dæmis með því að setja traust sitt á núverandi ógnarjafnvægi eða skynsemi æðstu manna (sem annars er oft dregin í efa í öðru samhengi), eða þá með því að ímynda sér að kjarnorkustríð þyrfti ekki að verða algert og stefna öllu mannkyni í dauðann, það gæti látið sér nægja að verða það sem kallað er „takmarkað kjarnorkustríð"; þessu fylgir jafnan von um að sprengjurnar féllu annarsstaðar en í túninu heima. En jafnvel í vitund þeirra, sem af mestri útsjónarsemi hafa stungið höfðinu í sand hugsanaleysis og vanþekkingar, er að finna ótta við stríð og gereyðingu. Enginn getur fullkomlega útilokað tæknileg mistök eða geðbilun þeirra sem sitja við stjórnborðin; og líkurnar á einhverju slíku fara vitaskuld vaxandi eftir því sem drápstækjunum fjölgar. Ein af frumforsendum alls þess sem við köllum menningu er tilfinning eða vissa manna fyrir „einingu tímans", það er fortíðar, nútíðar og framtíðar. Við tökum við arfi forveranna, ávöxtum hann og skilum honum til komandi kynslóða. I vestrænni menningu er þetta ekki aðeins eitt af því sem gefur lífinu 122
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.