Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Síða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Síða 24
Tímarit Máls og menningar Stéttarvitund og firringin Eins og hér hefur komið fram áleit Marx stéttarvitund tengda félagsgerð kapítalismans og þróun hans. Þessi greining Marx er býsna ófullnægjandi og í eðli sínu nauðhyggja; hin vélrænu öfl hagkerfisins búa til eigið aftökutæki — og eftirmann sinn um leið. En greiningin svarar hvorki þeirri spurningu hvað hindrar að stéttarvitund myndist, né heldur hinu hvers vegna verka- lýðurinn gerir ekki byltingu þó svo að hann búi yfir sterkri stéttarvitund og sterkum samtökum. I ritum Marx má finna svör við þessum spurningum, en þau svör eru í mótsögn við hans eigin greiningu á þróun hins kapítalíska framleiðsluháttar og stéttarvitundar, sem nokkuð hefur verið lýst hér og draga má saman í eftirfarandi klausu úr Kommúnistaávarpinu: I stað þess arðráns, sem hjúpað var trúarlegu og pólitísku táli, hefur hún [þ. e. borgarastéttin] sett sitt arðrán, nakið, blygðunarlaust, krókalaust og kalt. (Ú,I: 29) Marx heldur því fram hér, að eðli kapítalísks framleiðsluháttar sé slíkt, að þrældómurinn sé öllum augljós, og því sé vitundin um hann öllum opin. En í neðanskráðum orðum úr Auðmagninu gerist málið hins vegar allmiklu flóknara. Þar er því lýst hvernig framleiðsluhátturinn kapítalíski varpar skugga sínum á vitund fólks, svo að það á sér tæplega viðreisnar von: Kapítalískur framleiðsluháttur elur af sér verkalýðsstétt, sem vegna menntunar sinnar, siða og venja lítur á þarfir þessa framleiðsluháttar sem sjálfgefin náttúrulögmál . . . Að öllu jöfnu má treysta á „nátt- úrulögmál framleiðslunnar", þ. e. það má treysta á undirgefni verka- mannsins við auðmagnið, sem hann er algerlega háður . . . (Auðmagnið, E bindi :899) Því hefur oft verið haldið fram að firringarhugtakið sé einskorðað við hin yngri verk Marx, og er þá einkum bent á Parísarhandritin frá 1844. Þau voru ekki gefin út fyrr en árið 1927, og sömuleiðis voru önnur elstu verk hans sum hver ekki kunnug mönnum fyrr en löngu eftir dauða hans. Þýska hugmyndafræðin var ekki gefin út fyrr en 1932 og Heilög fjölskylda var gefin út í svo fáum eintökum árið 1845 að aðeins safnarar höfðu aðgang að því riti. Háskólafólk seinni tíma hefur verið ótrautt við að benda á þessa staðreynd, og sumt viljað útskýra ýmislegt í kenningu stjórnarherra austan- tjalds með þekkingarskorti á hinum elstu verkum. En firringarumræðan 142
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.