Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 32
Halldór Gudmundsson:
Saga og form
Um marxisma og bókmenntafrœði
Að loknu Auðmagninu hafði Marx hugsað sér að semja ámóta fræðiverk um
skáldsögur Balzacs, sem honum vannst þó aldrei tími til. Hann lauk heldur
aldrei gamansögu í anda Laurence Sterne sem hann byrjaði einu sinni að
semja og ekki gaf hann viðkvæm æskuljóð sín út á bók. Ekki er heldur vitað
til þess að sögulega ástardramað sem Engels setti saman hafi nokkurn tíma
verið fært upp á svið, og mér er til efs að sálmarnir sem hann samdi ungur
hafi verið sungnir í kirkju. Það er ekki víst að bókmenntaheimurinn hafi
misst af miklu. Kannski þeir félagar hafi hugsað svipað um æskutilraunir
sínar í skáldskapnum og um „Þýsku hugmyndafræðina", sem aldrei var
prentuð meðan þeir lifðu (og sem nú er að koma út á íslensku): „Við létum
handritið eftir hinni nagandi gagnrýni músanna þeim mun fúsar sem við
höfðum náð aðaltakmarki okkar — sjálfsskilningi."1
Víst er að bókmenntir áttu drjúgan þátt í sjálfsskilningi Marx einsog
annarra húmanískra menntamanna þessa tíma. Hann vitnaði oft til skáld-
skapar í ritum sínum, hafðf einstakt vald á stíl og á einum stað talaði hann
meira að segja um verk sitt sem „listræna heild“.! Hins vegar var hann ekki
sérlega móttækilegur fyrir boðskaparbókmenntum og síst hefði honum
komið til hugar að sósíalísk hreyfing ætti eftir að segja rithöfundum fyrir
verkum (einsog Orn Ólafsson bendir á í síðasta hefti TMM). En hér er ekki
ætlunin að ræða stalínískar forsagnarbókmenntir og aðrar deilur sósíalista
um menningarpólitík né rekja sambúðarsögu marxisma og bókmennta,
heldur líta á nokkrar hliðar vandans sem þeirri bókmenntarýni er á höndum
sem byggja vill á sögu- og samfélagsgreiningu marxismans. Þeir sem glímt
hafa við spurningar einsog hvaða hlutverki bókmenntirnar gegni í samfé-
laginu og hvernig saga og þjóðfélagsgerð birtist í bókmenntunum hafa
stundum harmað að Marx skyldi aldrei skrifa verkið sitt stóra um Balzac,
eða ritgerð þá um fagurfræði sem hann gekk lengi með í maganum. En þetta
er kannski áhyggjuefni bókstafstrúarmanna: Hvers vegna hefði Karli Marx
átt að auðnast að leysa vandamál félagslegra túlkana á bókmenntum?
150