Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Síða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Síða 32
Halldór Gudmundsson: Saga og form Um marxisma og bókmenntafrœði Að loknu Auðmagninu hafði Marx hugsað sér að semja ámóta fræðiverk um skáldsögur Balzacs, sem honum vannst þó aldrei tími til. Hann lauk heldur aldrei gamansögu í anda Laurence Sterne sem hann byrjaði einu sinni að semja og ekki gaf hann viðkvæm æskuljóð sín út á bók. Ekki er heldur vitað til þess að sögulega ástardramað sem Engels setti saman hafi nokkurn tíma verið fært upp á svið, og mér er til efs að sálmarnir sem hann samdi ungur hafi verið sungnir í kirkju. Það er ekki víst að bókmenntaheimurinn hafi misst af miklu. Kannski þeir félagar hafi hugsað svipað um æskutilraunir sínar í skáldskapnum og um „Þýsku hugmyndafræðina", sem aldrei var prentuð meðan þeir lifðu (og sem nú er að koma út á íslensku): „Við létum handritið eftir hinni nagandi gagnrýni músanna þeim mun fúsar sem við höfðum náð aðaltakmarki okkar — sjálfsskilningi."1 Víst er að bókmenntir áttu drjúgan þátt í sjálfsskilningi Marx einsog annarra húmanískra menntamanna þessa tíma. Hann vitnaði oft til skáld- skapar í ritum sínum, hafðf einstakt vald á stíl og á einum stað talaði hann meira að segja um verk sitt sem „listræna heild“.! Hins vegar var hann ekki sérlega móttækilegur fyrir boðskaparbókmenntum og síst hefði honum komið til hugar að sósíalísk hreyfing ætti eftir að segja rithöfundum fyrir verkum (einsog Orn Ólafsson bendir á í síðasta hefti TMM). En hér er ekki ætlunin að ræða stalínískar forsagnarbókmenntir og aðrar deilur sósíalista um menningarpólitík né rekja sambúðarsögu marxisma og bókmennta, heldur líta á nokkrar hliðar vandans sem þeirri bókmenntarýni er á höndum sem byggja vill á sögu- og samfélagsgreiningu marxismans. Þeir sem glímt hafa við spurningar einsog hvaða hlutverki bókmenntirnar gegni í samfé- laginu og hvernig saga og þjóðfélagsgerð birtist í bókmenntunum hafa stundum harmað að Marx skyldi aldrei skrifa verkið sitt stóra um Balzac, eða ritgerð þá um fagurfræði sem hann gekk lengi með í maganum. En þetta er kannski áhyggjuefni bókstafstrúarmanna: Hvers vegna hefði Karli Marx átt að auðnast að leysa vandamál félagslegra túlkana á bókmenntum? 150
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.