Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Síða 33
Saga og form
I
Það fyrsta sem margir sósíalistar virðast spyrja sig þegar þeir fást við
bókmenntir er „Hvað er á bak við textann?", „Hvað meinar höfundur
eiginlega?“, og verður bókmenntakönnun þeirra þá öðru fremur hug-
myndarýni, þar sem litið er á skáldskapinn sem ,yfirborð’ sem höfundur
notar til að dylja skoðanir sínar. Leitað er að samfélagsmynd tiltekins verks
og hún borin saman við þjóðfélagsmynd marxismans (tilraunir til að skýra
bókmenntir út frá ytri aðstæðum höfundar eru ekki ,marxískar’ í sjálfu sér,
og sumar eldri en marxisminn). Mælikvarðinn á gildi verksins, hvort það er
framsækið eða ekki, verður hversu ,rétta’ mynd það gefur af samfélaginu.
Fræðimaðurinn reynir að standa höfund að verki: „Ha! Þarna náði ég þér,
nú misstirðu út úr þér smáborgaraleg afturhaldsviðhorf!“, skrifar síðan
sigrihrósandi grein um hvað höfundur sé í raun og veru að fara með verki
sínu.
Við lestur sumra ritgerða af þessum toga vaknar sú spurning hvort ekki sé
hægt að tölvuvæða þessa vinnu, verkin fara öll í gegnum sömu hakkavélina
sem, eins og slíkra véla er háttur, skilar þeim öllum í sama ásigkomulagi.
Þetta er auðvitað ekki sérmarxísk tilhneiging, hennar hefur líka orðið vart í
sálfræðilegri bókmenntarýni (einkum hjá bandarískum freudistum) og í
kvennabókmenntafræðum. Höfundurinn er afhjúpaður, en lesandinn situr
eftir með undarlega tómleikatilfinningu.
I þessum tilvikum eru bókmenntirnar skoðaðar einsog hver önnur hug-
myndafræði, ídeólógía. Þetta er vandmeðfarið og sjálfsagt ofnotað orð.
Marxistar nota hugmyndafræði oftast í merkingunni blekking, fölsk vitund
um samfélagið og stöðu fólks í því, hafandi í huga fræg orð Marx: „Ríkjandi
hugmyndir á hverjum tíma eru hugmyndir ríkjandi stéttar."3 En þegar Marx
með síðar margtuggnum orðum kallaði trúarbrögðin ópíum fólksins var
ópíum algengt lækningalyf, það deyfði sársauka, og hann nefndi þau í sömu
andrá kveinstafi hinna kúguðu, hjarta hjartalausrar veraldar; ríkjandi hug-
myndafræði verður að vera í einhverju samræmi við daglega lífsreynslu
fólks. Það má skilgreina hugmyndafræði sem meira eða minna röklegt kerfi
til skilnings á heiminum, sem inniheldur óröklega þætti og eyður sem rætur
eiga að rekja til efnislegra hagsmuna höfunda eða viðtakenda hennar.4
Ut frá slíkri skilgreiningu er auðvitað hægt að leita að hugmyndafræði
tiltekinna bókmenntaverka, samfélagsmynd þeirra og söguskilningi. Það er
til dæmis hægt að finna mikilvæga drætti hálffasískrar hugmyndafræði í
sumum verkum Hamsuns. En í bestu verkum hans er þessi hugmyndafræði
brotin upp, þau eru full af róttækum efa. Góð skáldverk eru annað en
„meira eða minna rökleg kerfi til skilnings á heiminum".
151