Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Síða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Síða 34
Tímarit Máls og menningar Með þessu er ekki sagt að bækur eigi að hefja á stall sem véfréttir úr goð- heimum. En spurningin andspænis ofannefndri hugmyndarýni hlýtur að vera: Að hvaða leyti hafa bókmenntir sérstöðu umfram aðra texta í ljósi þessarar aðferðar? I hverju er bókmenntagildi tiltekinna verka fólgið? Lúrir ekki á bak við þetta viðhorf gömul raunsæiskrafa, bókmenntirnar eiga að vera vísindalegar endurspeglanir á raunveruleikanum einsog í árdaga natúr- alismans? Því fer fjarri að öll hugmyndarýni sé á þessu frumstæða stigi. Margir marxistar hafa sótt í smiðju strúktúralismans, kannað hugmyndaheim skáldverka með aðferðum hans. Reynt er að finna lykilhugmyndir verks og vensl þeirra innbyrðis könnuð, skoðað hvernig þau vensl breytast í rás frá- sagnarinnar. Sú aðferð hefur skilað mörgum merkum rannsóknum á goð- sögum, ævintýrum, hetjukviðum, raunsæislegum frásögnum ýmisskonar og afþreyingarbókmenntum. En það er einsog hún dugi skammt andspænis módernískum verkum, sem virðast koma margri hugmyndarýni í bobba. Hvers vegna? Hluta svarsins má finna hjá marxíska bókmenntafræðingnum Leo Löwenthal, sem spurður var að því í nýlegri viðtalsbók hvers vegna hann hefði aldrei beitt félagslegri rannsóknaraðferð sinni á módernísk verk. Hann sagði: „Við skulum taka Kafka sem dæmi: Sagt er: Þetta og þetta í verki hans speglar firringu nútímans, hvernig maðurinn er flæktur inn í skrifræðisóskapnað háþróaðra samfélaga, þennan stýrða heim; sagt er: Absúrdleikhúsið er gagnrýnið svar við hruni raunverulegra samskipta í nútímanum; sagt er: Thomas Mann tjáir upplausn borgarastéttarinnar — og hvað með það? Hvað segir þetta okkur? I fyrsta lagi hefði ég þarmeð ekkert sagt um listrænt gildi þessara verka og þegar allt kemur til alls hefði ég — í ljósi þess á hvaða stigi félagsheimspekileg umræða er — bara verið að þylja klisjur."5 II Annar ljóður á margri hugmyndarýni er einfaldlega sú lélega efnishyggja, sem meira að segja Engels skammaði ýmsa lærisveina sína fyrir. Vissulega hafði það verið ein af forsendum kenninga hans og Marx að vitund manna væri skilorðsbundin af félagslegri veru þeirra, og sums staðar tala þeir um hvernig yfirbygging samfélagsins sé háð efnahagslegri undirstöðu þess (og er gildi þess líkans takmarkað). En ekki er þarmeð sagt að allar mögulegar hugmyndir ,endurspegli’ tiltekin fyrirbæri í skipulagi framleiðslunnar — yfirleitt eru þessir þekkingarfræðilegu speglar best geymdir í sínum sal í Tívolí. Þá vill líka gleymast að mannlegt samfélag er samsett úr mun fleiri þáttum en efnahagsgrundvellinum. Og að þessir þættir, svo sem fjölskylda, ríkisvald, ýmsar stofnanir af misjöfnum uppruna, verkalýðshreyfingin, hafa 152
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.