Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Side 36

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Side 36
Tímarit Máls og menningar III Sjálft viðhorfið til sögunnar, söguskoðunin, hlýtur að setja mark sitt á rannsóknir þeirra sem fjalla um bókmenntir í anda sögulegrar efnishyggju. Það hefur reynst varasamt að fjalla um bókmenntir einsog talað sé fyrir hönd heimshreyfingar sem er í þann mund að vinna sigur í úrslitaorustunni. Guðfræðilega viðhorfið, að sagan búi yfir innri tilgangi, er líka til meðal marxista og fleiri en sá gamli erkikrati Bernstein hafa fallið í þá freistni að álíta sósíalismann nánast sjálfkrafa afurð sögunnar. Athyglisvert er að sjá mat eins af fræðimönnum 2. Alþjóðasambandsins gamla, Franz Mehrings, á síðustu leikritum Ibsens (Mehring var snjall penni, skrifaði ævisögu Marx og gekk í lið með Rósu Lúxembúrg á átakaári þýsku byltingarinnar rétt fyrir andlát sitt). Hann var hrifinn af Ibsen, en botnaði ekkert í síðustu verkum hans, þau voru honum bara dæmi um „hin hræðilegu áhrif sem rotnunarlykt sökkvandi samfélags hefur á ótal fínlegar taugar mikils skálds.“ Með leikritum sínum þylur Ibsen „drungalegum róm um heim sem ferst og sem hann getur bara hatað, en ekki sagt skilið við.‘“' Old síðar hefur borgaralegt samfélag Ibsens enn ekki sokkið né hreyfing Mehrings sigrað, og til að hafa orðið þau leikrit sem gera verk Ibsens að barnagælum. Sama er uppi á teningnum þegar Georg Lukács fjallar um módernismann (í einhverri slökustu ritgerð sinni um þýðingu raunsæisins fyrir samtím- ann): Nýstefnan er honum óskiljanleg. Hún gerir ekki upp á milli stað- reynda, reynir ekki að glöggva sig á hinni sögulegu þróun, heldur lætur sér nægja að útmála óttann, og er ótrúlega upptekin af hinu sálsýkislega og afbrigðilega. Þessari söguskoðun fylgir oft krafa um að bókmenntir veiti einhverja leiðsögn, bendi á möguleika söguþróunarinnar. Með því að hafna þeirri kröfu er ég ekki að taka undir leiðindaklisjur um að „allir góðir höfundar forðist að predika“ (þeir hefðu átt að vita það, náungarnir sem sömdu listrænustu kafla Biblíunnar), heldur að benda á að hún útilokar góðar greiningar og skilning á mörgum okkar bestu samtímabókmenntum. Hugmyndin um að módernískar bókmenntir séu merki um hnignun og höfundar þeirra nánast afbrigðilegir er auðvitað vel þekkt líka úr íslenskri menningarumræðu (hún er öðru fremur íhaldssöm, hvort sem flytjendur hennar telja sig til hægri eða vinstri í pólitík). Söguskoðunin mótaði líka bókmenntaviðhorf Adornos. Honum þótti lítið til þeirra verka koma sem vöktu með lesandanum falskar vonir um betri tíð. Hann sagði um leikrit Brechts að veikleiki þeirra væri ekki að þau væru pólitísk, heldur blekkingar þeirrar pólitísku stefnu sem Brecht aðhylltist.10 Sjálfur kom Adorno ekki auga á neina pólitíska möguleika í samfélagi nútímans, og engin listaverk voru honum betri heimild um þróun menning- ar okkar en leikrit Becketts. 154
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.