Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Qupperneq 48
Tímarit Mdls og menningar
kannski Asta Sigurðardóttir, sem samdi aðeins eitt smásagnasafn og kann
að þykja veigalítill skerfur til bókmennta aldarinnar. Eg get hinsvegar
vel fallist á að stilla henni upp við hliðina á Jakobínu og Svövu, þó Helga
hafi í þessu tilviki afskrifað hana sem fulltrúa nútímabókmennta.
Ég vænti þess að Kristjana Gunnars og Guðbergur Bergsson verji
hendur sínar, ef þau telja ástæðu til, og læt nöldur Helgu Kress í þeirra
garð afskiptalaust, en sný mér að þýðingunum og meðferð texta. Má
segja að aðfinnslur hennar í þeim kafla greinarinnar séu einna alvarleg-
astar.
Helga Kress fettir fingur útí erindaskipan tiltekinna ljóða í þýðingu og
niðurfellingu lína. Hræddur er ég um að þeir séra Jón á Bægisá og
Magnús Ásgeirsson hefðu orðið illa úti í meðferð dósentsins ef viðlíka
mælistikur hefðu verið lagðar á ýmsar þýðingar þeirra, til dæmis Para-
dísarmissi.Það eru vitanlega lögmál og þarfir málsins, sem þýtt er á, sem
ráða mestu um orðaval, orðaröð, línutölu og erindaskipan, þannig að
ekki ber skilyrðislaust að fylgja orðaröð og erindaskipan frumtexta.
Verst er þó þegar Helga Kress reynir að falsa staðreyndir. Ljóð Einars
Braga, „Sporglaðir hestar“, er aðeins eitt erindi í endanlegri gerð höf-
undar (sbr. Pilar av Ijus, 1976), þó það væri þrjú erindi í Gestaboð um
nótt og I Ijósmálinu. (Einsog fyrr segir höfðu öll skáldin fengið þýðing-
arnar í hendur og yfirfarið þær áðuren ljóðin voru birt.) Svipað er uppá
teningnum í ljóðinu „Santo Domingó" eftir Hannes Sigfússon. Þar
sleppi ég línu, „sem vægast sagt brenglar allri merkingu þess“, að því er
Helga Kress heldur fram. Það sem Hannes hefur gert í ljóði sínu á
íslensku er að ofskýra merkingu fjögurra laufa smára. Þegar hann segir:
Eg held á fjögurra laufa smára/Það táknar hamingju/Eg neita því ekki,
þá verður miðlínan það sem kallað er á ensku „redundant“ vegna þess að
hver ljóðlæs Breti eða Bandaríkjamaður veit að fjögurra laufa smári
táknar hamingju. Þessvegna hlaut enska þýðingin að verða: I hold a
four-leaf clover/I don’t deny it. Ef trúa má orðum Helgu Kress er henni
fyrirmunað að skilja hversvegna ljóðmælandi heldur á fjögurra laufa
smára!
Eg hef sleppt orði hér og hvar í þýðingu og sumstaðar ekki þýtt
orðrétt, ánþess Helga Kress sjái nokkurn listrænan tilgang með því, og
er ástæðulaust að fjargviðrast yfir listrænum smekk hennar. Svo tekið sé
eitt dæmi, þá hef ég þýtt orðin „borð og súð“ í ljóði Hannesar
Péturssonar, „Gamall þulur“, með „table and chair“, en Helga Kress
virðist ekki sjá að ljóðið er víða rímað og hálfrímað bæði í sinni íslensku
og ensku gerð, þannig að chair hálfrímar við hefore í næstu línu á eftir.
166