Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Side 66
Tímarit Máls og menningar
Sem betur fer hefur mönnum tekist að ná öruggum tökum á ýmsum
öðrum þekkingarsviðum eftir daga Ptólemeosar. Sú þróun heldur vonandi
áfram þótt það liggi nánast í hlutarins eðli að við getum ekki sagt fyrir fram
hvað eigi eftir að reynast örugg þekking. Meðal annars orkar tvímælis að
leggja beri eins mikla áherslu á stærðfræðina sem tryggingu fyrir örygginu
og Ptólemeos virðist gera. Eins og eðlilegt er munu flestir vísindamenn
nútímans sjá fleiri litbrigði í þeirri mynd en hinn snjalli stjörnufræðingur
fornaldar.
Húmanismi vísindanna
Sjálfsagt bregður mörgum lesanda í brún að sjá þessa fyrirsögn hér eða eru
vísindi og húmanismi ekki nánast andstæður? Er maðurinn að fara út af
sporinu eða hvað? En hér fer sem fyrr að vitnisburður sögunnar gefur
okkur nýja sýn. Það er semsé rauður þráður í vísindasögunni að trúa á
manninn, skynfæri hans og skynsemi, dómgreind og skilning. Við Islend-
ingar þekkjum þetta viðhorf úr fornbókmenntum okkar þar sem talað er um
menn sem „trúðu á mátt sinn og megin“. Einn skemmtilegasta vitnisburð-
inn um þetta úr sögu vísindanna er að finna í ritum Galíleós. Hann kemst
t.d. svo að orði þar sem hann er að fjalla um kreddufasta fylgismenn Aristó-
telesar:
Það er vitaskuld hægara að fletta upp í atriðisorðaskrám og lesa texta en
að rannsaka niðurstöður og semja nýjar og endanlegar sannanir. Auk þess
virðist mér að við gerum of lítið úr sjálfum okkur og misbjóðum jafnvel
líka sjálfri náttúrunni (og ég gæti bætt við Guðlegri Forsjón) þegar við
reynum að læra af Aristótelesi það sem hann hvorki vissi né gat komist
að, í stað þess að ráðgast við eigin skynfæri okkar og skynsemi. Því að
náttúran hefur auðveldað okkur að skilja hin stórkostlegu verk sín með
því að færa okkur athuganir tvö þúsund árum lengur en hún lét Aristótel-
esi í té, og gefa okkur auk þess tuttugu sinnum skarpari sjón.15)
Mér hefur alltaf fundist það vera eðlilegur hluti af þessari mannhyggju
eða húmanisma Galíleós að hann gerði sér far um að ná til almennings á
Ítalíu í vísindaritum sínum. Þannig gerði hann vísvitandi uppreisn gegn
þeirri aldagömlu hefð að slík rit skyldu skrifuð á latínu. Hann samdi nær öll
rit sín á ítölsku til þess að allir gætu lesið þau, líka þeir sem höfðu ekki
gengið í háskóla, en um þá segir hann:
184
Af því að þeir geta ekki lesið hluti sem eru þeim ,eins og gríska', þá
sannfærast þeir um að í þessum ,stóru bókum séu stórkostleg nýmæli í