Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 92

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 92
Tímarit Máls og menningar með því og öðrum verkum eins og þetta geti skýrt uppruna og eðli þess.4 Skilningurinn á því hvernig bókmenntir verða til og á verkunum sjálfum er þess vegna takmarkaður. En það leiðir til þess að sjaldan er leitað svara við því hvernig bókmenntalán og áhrif orka innan bókmenntaverksins eða verkanna sem þau verða hluti af.5 Rtetur íslandsklukkunnar Eins og nafnið ber með sér er rannsóknarverk Eiríks Jónssonar, Rtetur íslandsklukkunnar (Reykjavík, 1981), könnun á heimildum Halldórs Lax- ness við gerð Islandsklukkunnar eða með orðum hans: Raunin er sú að föng skáldsins í söguna og úrvinnsla þeirra er það atriði í sköpun hennar sem lítið hefur verið kannað. Þessari samantekt er ætlað að varpa nokkru ljósi á þann þátt, sýna hlut sögulegs og bókmenntalegs veruleika í skáldverkinu. (bls. 10) Fetar hann þó í fótspor Jóhanns Gunnars Olafssonar, Helga J. Halldórs- sonar og ekki síst Peters Hallbergs sem allir hafa fengist nokkuð við heimildir Halldórs við samningu íslandsklukkunnar.6 Um könnunaraðferð sína segir Eiríkur: Við þessa rannsókn voru fyrst kannaðar þær bækur sem tengdar eru efni sögunnar. Má þar nefna bréfasöfn Arna Magnússonar, ævisögur hans, annála, alþingisbækur og fleira. Síðar tók við leit í öðrum bókum, sem líklegar þóttu til að geyma föng í skáldverkið. (bls. 10— 11) Hins vegar hafði Eiríkur enga samvinnu við höfundinn nema Halldór leyfði honum afnot af handritum sínum sem eru varðveitt í Landsbókasafni, m. a. minnisbókum sem hann notaði við samningu skáldsögunnar. Eiríkur kemst svo að orði um gildi niðurstaðna sinna: Rannsókn sem þessari verður seint fulllokið. Efalaust má finna fleiri föng í íslandsklukkuna en hér eru sett á bók, en varla mun sú heildarmynd af vinnubrögðum skáldsins sem hér kemur fram breytast þótt fleiri finnist. (bls. 13) Rannsókn Eiríks Jónssonar er að mestu leyti sett þannig fram að rakin eru aðföng hvers kafla sögunnar fyrir sig. Minnir framsetningin því óneitanlega á athugasemdir textafræðinnar. En það sem skilur á milli rannsóknar hans 210
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.