Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 92
Tímarit Máls og menningar
með því og öðrum verkum eins og þetta geti skýrt uppruna og eðli þess.4
Skilningurinn á því hvernig bókmenntir verða til og á verkunum sjálfum er
þess vegna takmarkaður. En það leiðir til þess að sjaldan er leitað svara við
því hvernig bókmenntalán og áhrif orka innan bókmenntaverksins eða
verkanna sem þau verða hluti af.5
Rtetur íslandsklukkunnar
Eins og nafnið ber með sér er rannsóknarverk Eiríks Jónssonar, Rtetur
íslandsklukkunnar (Reykjavík, 1981), könnun á heimildum Halldórs Lax-
ness við gerð Islandsklukkunnar eða með orðum hans:
Raunin er sú að föng skáldsins í söguna og úrvinnsla þeirra er það
atriði í sköpun hennar sem lítið hefur verið kannað. Þessari samantekt
er ætlað að varpa nokkru ljósi á þann þátt, sýna hlut sögulegs og
bókmenntalegs veruleika í skáldverkinu. (bls. 10)
Fetar hann þó í fótspor Jóhanns Gunnars Olafssonar, Helga J. Halldórs-
sonar og ekki síst Peters Hallbergs sem allir hafa fengist nokkuð við
heimildir Halldórs við samningu íslandsklukkunnar.6
Um könnunaraðferð sína segir Eiríkur:
Við þessa rannsókn voru fyrst kannaðar þær bækur sem tengdar eru
efni sögunnar. Má þar nefna bréfasöfn Arna Magnússonar, ævisögur
hans, annála, alþingisbækur og fleira. Síðar tók við leit í öðrum
bókum, sem líklegar þóttu til að geyma föng í skáldverkið. (bls. 10—
11)
Hins vegar hafði Eiríkur enga samvinnu við höfundinn nema Halldór
leyfði honum afnot af handritum sínum sem eru varðveitt í Landsbókasafni,
m. a. minnisbókum sem hann notaði við samningu skáldsögunnar.
Eiríkur kemst svo að orði um gildi niðurstaðna sinna:
Rannsókn sem þessari verður seint fulllokið. Efalaust má finna
fleiri föng í íslandsklukkuna en hér eru sett á bók, en varla mun sú
heildarmynd af vinnubrögðum skáldsins sem hér kemur fram breytast
þótt fleiri finnist. (bls. 13)
Rannsókn Eiríks Jónssonar er að mestu leyti sett þannig fram að rakin eru
aðföng hvers kafla sögunnar fyrir sig. Minnir framsetningin því óneitanlega
á athugasemdir textafræðinnar. En það sem skilur á milli rannsóknar hans
210