Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Síða 95

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Síða 95
Tvö rit um bókmenntasamanburð Hvað viltu hrella mig, hundspottið leiða. Herrann minn hreki þig í helvítið breiða. Fals refur fá þú skamm, farðu ekki inn í mín hús; haf þig í burt héðan, því hér stendur Jesús. Er nú langt sótt til fanga. Hins vegar er ekki rétt að segja að svona sparðatíningur setji mestan svip á rannsókn Eiríks. I sambandi við þetta síðasta dæmi bendir Eiríkur Jónsson á að Halldór Laxness hafi notað hluta af dyrabæninni t skáldsögunni Sjálfstæðu fólki. Annars er langt í frá að hann hirði alltaf um að færa önnur rök fyrir því að Halldór hafi þekkt verkin, sem hann telur heimildir hans, en líkingarnar. Hefði það þó styrkt niðurstöðurnar. Er þetta því furðulegra sem rannsak- andinn hefur tekið sér stöðu hjá höfundi og leitar að aðföngum hans. Þriðji ókostur rannsóknar Eiríks er hversu lítið hann leitar að fyrir- myndum Halldórs í samtímabókmenntum, sérstaklega erlendum. Kann þetta að stafa af vanþekkingu á þessum bókmenntum eða hæversku við höfundinn. Hefði þó verið athyglivert að fá fram hvort Islandsklukkunni svipi til annarra sögulegra skáldsagna eftir samtímahöfunda eða hvort frásagnaraðferð Halldórs í sögunni líkist aðferð einhverra annarra höfunda, svo að dæmi séu tekin. En af því að Eiríkur athugar svo lítið heimildir höfundarins í samtímaverkum koma dæmin um líkingar við söguna Á hverfanda hveli eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Megnið af þeim rittengslum, sem Eiríkur telur upp, eru við heimildir sem Halldór notaði til að fá skáldverki sínu sögulegan blæ. Hefði verið eðlilegt að Eiríkur einskorðaði sig við að finna slíkar fyrirmyndir og hefði rann- sóknin þá orðið heilsteyptari. Engu að síður er hún svo ýtarleg að hver sá sem vill athuga rækilegar en gert hefur verið hvernig Halldór notaði m. a. sagnfræðilega rétta viðburði í þjónustu söguefnisins og listaverksins, og hvernig fyrirmyndirnar og lánin orka í Islandsklukkunni á miklu léttara verk fyrir höndum en áður. Þess konar rannsókn yrði miklu skemmtilegri og forvitnilegri til fróðleiks um verkið sjálft en heimildakönnun Eiríks. Raunar víkur hann að þessum breytingum á hinum sögulega veruleika alloft, t. d. í umfjöllun um 16. kafla Klukkunnar, 6. kafla Hins ljósa mans og 7. kafla Elds í Kaupinhafn. En Eiríkur segir um notkun Halldórs á heimildum: 213
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.