Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Page 28

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Page 28
Tímarit Máls og menningar og rekur andlit sitt í andlit hennar. Hún gefur frá sér óp og flýr til mín; á kinn stúlkunnar markar fyrir tveim rauðum rákum eftir tennur. „Skepnan þín,“ hrópa ég öskureiður, „viltu finna fyrir svipunni,“ en átta mig samstundis á að hann er ókunnugur; að ég veit ekki hvaðan hann kemur, og að hann er að hjálpa mér af frjálsum vilja þegar allir aðrir bregðast mér. Líkt og hann viti af hugsunum mínum tekur hann hótun minni ekki illa, heldur snýr sér aðeins einu sinni að mér, önnum kafinn við hestana. „Setjist inn,“ segir hann síðan, og staðreyndin er: allt er tilbúið. Mér er ljóst að ég hef aldrei ekið svo fallegum hestum og ánægður í bragði stíg ég upp í vagninn. „En ég ek, þú þekkir ekki leiðina,“ segi ég. „Auðvitað“, segir hann, „ég fer alls ekki með, ég verð hjá Rósu.“ „Nei,“ hrópar Rósa og með réttu hugboði um að örlögum hennar verði ekki afstýrt hleypur hún inn í húsið, ég heyri glamra í keðjunni sem hún læsir hurðinni með; ég heyri smella í læsingunni; ég sé hvernig hún því næst þýtur um forstofuna og herbergin og slekkur öll ljós til að ekki sé hægt að finna hana. „Pú kemur með,“ segir ég við hestasveininn, „eða ég hætti við ferðina, svo mikilvæg sem hún þó er. Mér kemur ekki til hugar að afhenda þér stúlkuna í skiptum fyrir ferðina.“ „Afram nú!“ segir hann; klappar saman höndum; vagninn er rifinn áfram eins og trjá- drumbur í straumi; það síðasta sem ég heyri er hvernig hurðin í húsi mínu brestur og klofnar undan áhlaupi hestasveinsins, því næst fyllast augu mín og eyru þyt sem þrýstist jafnt að öllum skilningarvit- um. En það varir einnig aðeins augnablik, því að rétt eins og bær sjúklingsins standi beint fyrir utan bæjarhlið mitt, er ég umsvifalaust kominn þangað; hestarnir standa rólegir; snjókomunni hefur slotað; tunglskin allt um kring; foreldrar sjúklingsins hraða sér út úr húsinu; systir hans að baki þeim; mér er næstum því lyft úr vagninum; ég fæ ekkert ráðið af ruglingslegu tali þeirra; í sjúkraherberginu er vart hægt að anda að sér loftinu; vanhirtur kolaofninn reykir; ég verð að opna gluggann; en fyrst ætla ég að líta á sjúklinginn. Horaður, hitalaus, ekki kaldur, ekki heitur, með tóm augu, klæðlaus að ofan reisir drengurinn sig upp undir sænginni, grípur um háls mér, hvíslar í eyra mér: „Læknir, láttu mig deyja.“ Eg lít í kringum mig; enginn hefur heyrt það; foreldrarnir standa þögulir, álútir og bíða dóms míns; systirin hefur komið með stól fyrir handtösku mína. Eg opna töskuna og leita í áhöldunum; drengurinn teygir sig í sífellu úr v J 258
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.