Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Side 40

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Side 40
Tímarit Máls og menningar ganga skuli yfir á hina hliðina, sem hægt væri að gera ef árangurinn væri þeirrar ferðar virði, heldur á hann við einhvern ævintýraheim fyrir handan, eitthvað sem við þekkjum ekki, sem hann lýsir heldur ekki nánar og sem getur alls ekki hjálpað okkur hér. Allar þessar dæmisögur hafa eiginlega það eitt að segja að hið óskiljan- lega sé óskiljanlegt og það vissum við fyrir. En það sem við stritum við dag hvern eru aðrir hlutir. Við þessu sagði maður einn: „Hvers vegna spyrnið þið á móti. Ef þið fylgduð dæmisögunum, þá væruð þið sjálfir orðnir dæmi- sögur og þar með lausir undan hinu daglega streði.“ Annar sagði: „Eg skal veðja að þetta er líka dæmisaga.“ Sá fyrsti sagði: „Þú vinnur". Hinn sagði: „En því miður einungis í dæmisögunni.“ Sá fyrsti sagði: „Nei, í raunveruleikanum; í dæmisögunni tapað- ir þú.“ „Og ég snéri mér við . . .“ Sá sem ætlar að fjalla að gagni um sögur Kafka þarf fljótlega að setja sig í nokkuð heimspekilegar stellingar, en slíkar hugleiðingar um svo flókin verk færu auðveldlega með mann út fyrir ramma tímaritsgreinar. Til að stytta mér leið og einfalda framsetningu vitna ég í ritdóm eftir Pál Skúlason sem birtist í TMM í fyrra: Hvað merkir það að vera til og vita af því? Hver sá sem vill leggja stund á heimspeki þarf ekki annað en leyfa þessari spurningu að verða hluta af sjálfum sér, leyfa henni að vaxa og skyggja á allar aðrar spurningar . . . Hver eru þau lögmál lífs og tilveru sem gilda um allt og þá einnig um mitt líf og þitt á þessari stundu og við þessar aðstæður?13 Þetta eru sannarlega spurningar sem ákaflega brunnu á Kafka, bæði sem persónu og sem rithöfundi. Jafnframt eru þetta spurningar sem stundum virðast valda jafnt honum sem sögupersónum hans óbærilegri kvöl. Ugglaust eru það m. a. lög tilverunnar sem Jósef K. þarf að fást við í réttarhöldum sínum. Og eru það ekki einmitt þessi lög sem fangelsis- presturinn talar um í fyrrnefndri sögu („Frammi fyrir lögunum“), lög 270
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.