Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Side 45

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Side 45
Ég var í miklum vanda staddur tveggja grundvallarlífshátta. Annars vegar er hið ómeðvitaða, ógagnrýna, sjálfvirka líf sem er samrunnið hlutveruleikanum án þess að afhjúpa hann á neinn hátt. Væntanlega er þetta hinn dæmigerði lífsháttur í borgaralegu samfélagi. Hins vegar hið meðvitaða líf einstaklingsins sem rífur sig upp úr sjálfgefnu lífsfari og reynir að skilja lögmál raunveru sinnar. Að sjálfsögðu hafa margir orðið til að benda með einu eða öðru móti á þessa tvískiptingu. Walter H. Sokel gerir þetta að meginatriði í kunnri bók sinni um Kafka.18 Hann sér ákveðinn klofning sjálfsins („Ichspaltung") eiga sér stað í persónunum, þ. e. á milli ytra borðs sjálfsins (,,Fassaden-Ich“) og hins hreina sjálfs („reines Ich“). Þó svo ég telji Sokel fara hér hættulega nálægt sálfræðilegum geðklofakenningum um verk Kafka, er þessi greining hans gagnleg. Ætla má að Gregor Samsa, Jósef K. og sveitalæknirinn hafi, áður en hin afdrifaríka breyting verður á lífi þeirra, lifað á ytra borðinu (eins og apinn námfúsi lærir að gera); þetta voru fyrst og fremst athafnamenn. En eftir breytinguna hefst sjálfsleit þeirra, þeir einangrast frá veröldinni er þeir leitast við að finna sitt „hreina sjálf“. Því fer fjarri að Kafka sýni einhlíta afstöðu með hinum meðvitaða lífshætti. Barátta vitundarinnar gegn veruleikanum virðist stundum næsta vonlaus og árangur fyrrnefndra persóna hans birtir okkur ekki jákvæða mynd við fyrstu sýn. Ekki er aðeins að þeir missi tökin á raunveruleikanum heldur er sem hefðbundin lögmál rúms og tíma gildi ekki lengur í örvæntingarfullri baráttu þeirra; vitund þeirra skapar sér sjálfstæðan veruleika og þar á hrollvekja þeirra sér stað. Ein af smá- sögum Kafka heitir „Næsta þorp“ og hljóðar svo: Afi minn var vanur að segja: „Lífið er furðulega stutt. Nú skrepp- ur það svo saman í minningu minni að ég skil til dæmis varla hvernig ungur maður getur ákveðið að riða til næsta þorps án þess að óttast — alveg án þess að reikna með nokkrum óhöppum — að skeið venjulegs, gæfusams lífs kunni að reynast allt of stutt fyrir slíka ferð.“ Enda er í flestum sögum Kafka lítil tilfinning fyrir hefðbundinni rás tímans. Niðurstaðan verður veröld þar sem draumkennd lögmál ráða ferðinni og samræmist það því sem áður var sagt um söguvitund sem veitir öllu sama mikilvægið, skilur ekki á milli stórvægilegra atriða og smámuna frekar en gerist í draumum. Kafka var þó ætíð mjög í mun að 275
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.