Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Page 47

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Page 47
Ég var í miklum vanda staddur „Æ“, sagði músin, „veröldin þrengist með hverjum deginum. í fyrstu var hún svo víð að ég varð hrædd, ég hljóp áfram og gladdist við að sjá loks í fjarska múra á hægri og vinstri hönd, en þessir löngu múrar stefna svo hratt hvor að öðrum að ég er þegar komin í síðasta herbergið og þarna í horninu er gildran sem ég hleyp í.“ — „Þú verður bara að breyta um stefnu,“ sagði kötturinn og át hana. Lífsreynslan að lesa Kafka I greiningunni hér að framan felst í raun ekkert mat á verkum Kafka, engin ljós ástæða þess að verið sé að fjalla um hann í vinstrisinnuðu tímariti á Islandi. Því vart dugar heimsfrægðin ein og sér til þess. Fagurfræðilegar ástæður gæti ég margar nefnt út af fyrir sig. Kafka er einatt hrósað fyrir formfestu, yfirvegaðan stíl og meitlað mál. Allt er þetta mikilvægt. En hvorttveggja er að lesendur fá meistarann hér í þýðingu sem aldrei segir alla söguna, og nú sækir á mig óþolinmæðin, þessi höfuðsynd: mig langar til að ræða nánar þá mynd af lífi nútíma- mannsins sem birtist í verkum Kafka. I leikhúsi sínu vildi Bertolt Brecht ætíð fá áhorfendur til að setja viðfangsefnið í sögulegt samhengi; með því áttu þeir að sjá að sagan mótast af mönnunum en er ekki stirðnað eða sjálfvirkt fyrirbæri. Verk hans áttu að sýna að það þyrfti og væri hægt að breyta heiminum. — Það kann að virðast að þessu sé gerólíkt farið hjá Kafka. Verk hans sýnast eiga sér stað í innilokaðri veröld og rúm og tími verða illa heimfærð á okkar aðstæður. Jafnframt virðast umfjöllunarefni og niðurstaða Kafka ætíð vera það „að komast ekki“, að standa í stað. Gregor Samsa og hungurlistamaðurinn veslast upp í „fangelsum“ sínum, sveitalæknirinn flakkar endalaust um, „ofurseldur frosti þessara ógæfusömu tíma“, Jósef K. kemst aldrei að því hver sök hans er, samnefnd persóna í skáld- sögunni Höllinni kemst aldrei inn í þá dularfullu byggingu, fjölleika- hússtjórinn sveiflar áfram svipu sinni ótruflaður af áhorfandanum í „A efstu svölunum“. — Hvers konar lífssýn býr í verkum Kafka, hvaða þjóðfélagsmynd birtist í þeim? Þess ber fyrst að gæta að sú mannlífsgreining sem felst í skáldverki fær ekki á sig lokamynd fyrr en lesandi hefur tekið við henni og verka allar félagslegar aðstæður lesandans á hann við þann atburð. Kapítalísk samfélagsgerð hefur einstaka hæfileika til að laga þjóðfélagsgagnrýna rithöfunda að neyslukerfi sínu og eyða óþægindum sem af þeim stafa. 277
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.