Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Síða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Síða 55
Rauðhetta í munnlegri geymd Aðrar munnlegar sagnir af Rauðhettu hafa heldur ekki fundist í Þýskalandi en heimildir eru til um þær sums staðar í hinum ítölsku héruðum Týról. Tveir þættir eru einkennandi fyrir munnlegu gerðirnar. Sá fyrri gerist þegar stúlkan og úlfurinn hittast í skóginum og hann lætur hana velja milli tveggja vega. „Hvora leiðina ætlar þú að fara, spyr hann, títuprjónaleiðina eða saumnálaleiðina?“ Þetta er síendurtekin formúla, eins og P. Delarue hefur bent á, en hann segir um hana: „Þessar fáránlegu leiðir vekja furðu hinna fullorðnu og rugla vísindamanninn, en fylla börnin hrifningu. Þeim finnst það ofur eðlilegt að slíkir vegir liggi um ríki sögunnar og finna upp alls kyns ástæður fyrir því.“ P. Delarue lítur á þetta atriði sem „barnaskap“ sem Perrault hafi ekki kunnað að meta og því fellt úr sögunni. I gerð hans er það úlfurinn sem í myndugleika sínum skipar fyrir: „Eg fer þessa leið og þú hina,“ segir hann við litlu stúlkuna. Marc Soriano sem í leit sinni að uppruna sögu Perraults hefur rannsakað hinar ólíku gerðir munnlegu sagnahefðarinnar er á sama máli og P. Delarue: spurningar úlfsins eru bara leikur: „Það má líkja þessum valkostum við leik sem smábörn hafa yndi af og felst í því að spyrja þau hvort þau vilji heldur, dyrabjölluna eða hnappinn." Það er sem sagt ekki um raunverulega valkosti að ræða, í báðum tilfell- unum er leiðin kennd við einhverja hvassa hluti og það kemur því í einn stað niður hvor valin er. Að áliti Soriano tók Perrault þetta „kostulega“ atriði ekki með í sögu sína „því þessar skringilegu leiðir hefðu að vísu verið börnum vel að skapi en óskiljanlegar öðrum lesendum.“ Hér er því til að svara að orðaleikir og brandarar eru ómissandi hluti bændamenningarinnar og þá sérstaklega hinnar munnlegu frásagnar- hefðar sem geymir svo margar tvíræðar gátur. Það er því ljóst að bæði Delarue og Soriano ganga út frá þeirri alröngu hugmynd að þessar sögur hafi einungis verið ætlaðar börnum. Þvert á móti ber að taka þessar „fáránlegu“ leiðir alvarlega, og þjóðháttafræðin getur hjálpað okkur að varpa ljósi á þær, eða m. ö. o. kennt okkur að skilja táknmál títuprjónanna og saumnálanna. Hitt minnið sem líka vantar hjá Perrault en er mikið mál í öllum munnlegu gerðunum er mannát litlu stúlkunnar. Ulfurinn býður henni upp á hressingu og það er kjötið af ömmunni og blóðið úr henni sem borið er á borð. Einnig koma við sögu „raddir" sem segja stúlkunni hvað það er sem hún er að borða þó hún misskilji þær alltaf. Þetta atriði afgreiðir P. Delarue sem „ógeðslegt“ og „frumstætt“, arf frá eldri 285
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.