Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Side 60

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Side 60
Tímarit Máls og menningar Hvað eiga nú allar þessar útskýringar að þýða sem blanda saman títuprjónatínslu, títuprjónagjöfum, tilhaldi, fataviðgerðum og sjóndepru ömmunnar? Þessi smáatriði eru hvorki „fáránleg“ né „merkingarlaus", þvert á móti hafa þau mjög ákveðna merkingu. Þau eru hluti af táknmáli saumakvenna sem verður þá fyrst skiljanlegt þegar það er sett í samband við umhverfið sem þessar gerðir sögunnar eru sprottnar úr, bænda- samfélagið í lok 19. aldar. Þar gegndi saumadótið nefnilega mikilvægu hlutverki í uppeldi stúlkna, það fékk ég staðfest þegar ég athugaði þjóðhætti í þorpi í Chátillon-sur-Seinehéraðinu. A fimmtánda árinu voru stúlkur þar sendar til veturvistar hjá saumakonunni, ekki bara til að læra að „vinna“ eða fara með saumnál heldur ekki síður til að „mann- ast“, læra að hegða sér, klæða sig og „halda sér til“ sem á máli saumakonunnar hét að „tína upp títuprjónana". Þegar þær voru sendar til saumakonunnar og með viðhöfn teknar í þann aldurshóp sem helgað- ur var heilagri Katrínu þýddi það að þær voru orðnar „ungar stúlkur“ eða „ungmeyjar", þ. e. a. s. þær fengu leyfi til að fara á dansleiki og láta herrana uppvakta sig. Títuprjónarnir eru einmitt tákn fyrir þá. Aður fyrr biðluðu piltar til stúlkna með því að skenkja þeim tylftir af títuprjónum og stúlkurnar köstuðu títuprjónum í lindina ef þær langaði í kærasta. Loks tengist títuprjónninn því líffræðilega fyrirbæri sem breytir stúlkubarninu í „unga stúlku“ eða „mey“, þ. e. tíðablæðingum. Eigin- leikar títuprjónsins (hann festir og er þannig tæki til að tengja „festar- mann“ og „festarmey“ jafnframt því sem hann stingur og er því góð vörn gegn piltunum ef þeir verða of nærgöngulir) eru hliðstæðir við náttúru tíðablóðsins sem bæði er notað í ástardrykki og til að koma í veg fyrir kynlíf. I slíku umhverfi hefur því mátt segja um unga stúlku sem komin var á giftingaraldur að hún bæri títuprjónana. Hvað saumnálina varðar þá tengist hún og þó sérstaklega nálaraugað því kynferðislega táknmáli sem er hluti af þjóðfræðum saumakvenna: konan sem saumar „er í látum,“ hún hefur „þráð í nálinni“; „gift saumakona, þrædd nál“, segir máltækið, og leiknum „að þræða nálina" sem konurnar í Berry skemmtu sér við á kjötkveðjudaginn tilheyrðu klúrar vísur. Það er því sitt hvað, títuprjónar og saumnálar! Þau afbrigði Rauðhettusögunnar sem hér er vísað til voru skráð eftir sagnamönnum og konum úr hinum hefðbundnu bændasamfélögum í Loire-dalnum, Nivernais, Forez og Olpunum, þar sem fólk vissi örugglega mætavel hvað við er átt með þessu tali um títuprjóna og saumnálar og leit á títuprjónana sem tákn 290
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.