Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 61

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Blaðsíða 61
Rauðhetta í munnlegri geymd fyrir kynþroskaaldurinn. í mörgum afbrigðum er raunar ferðalag litlu stúlkunnar sett í samband við verksvið hinna mismunandi aldursflokka í bændasamfélaginu svo þar af má sjá aldur Rauðhettu. Það á t. d. við um eftirfarandi texta frá Velay þar sem stúlkan er „í vist“, situr yfir kúnum á bóndabæ: Þegar vistinni lauk fór hún sína leið, húsbóndi hennar gaf henni lítinn ost og brauðbita. „Taktu þetta, litla mín, og farðu með það heim til móður þinnar, ostinn hérna og brauðbitann, svo þú eigir eitthvað í kvöldmatinn þegar þú kemur heim til mömmu þinnar.“ Litla stúlkan tók ostinn og brauðbitann og gekk í gegnum skóginn. Þar mætti hún úlfinum sem sagði: — Hvert ert þú að fara, litla stúlkan mín? — Eg er á leiðinni heim til mömmu minnar. Ég er búin í vistinni. — Ertu búin að fá borgað? — Já, þau borguðu mér og gáfu mér líka brauðbita og ost. Síðan kemur spurningin um leiðirnar og hún velur veginn með títu- prjónunum. Sömu aðstæður koma fram í sögunum þar sem stúlkan er klædd í föt úr járni eða járnslegna tréskó. Þar er hún líka „í vist“ og það er tekið fram að hún hafi „ekki séð móður sína í sjö ár“. Þá er hún klædd í járn og sagt að hún megi ekki fara að finna móður sína fyrr en hún hafi slitið fötunum, hvað hún flýtir sér að gera með því að nudda sér utan í steinveggi og þyrna á leiðinni. Er það kannski brynja hins barnslega sakleysis sem hún rífur sundur, og þessi athöfn þá til marks um þáttaskil í iífi hennar? Svo mikið er víst að börn voru send í slíkar vistir þegar þau voru sjö ára og smalamennskunni — og þar með bernskunni — lauk yfirleitt um fjórtán ára aldurinn. Þá hófst annað skeið í lífi þeirra, unglingsárin, og þeim fylgdi annar og klæðilegri fatnaður, þar á meðal skór í staðinn fyrir tréskó. En hár stúlknanna varð upp frá því að vera hulið undir hettu fullri af nálum og þær voru sendar í veturvist til saumakonunnar þar sem brynja sakleysisins byrjaði að rofna. Títuprjóna- og saumnálaminnið gefur okkur þannig upplýsingar um þroskastig persónanna. Hér er lítil stúlka sem velur títuprjónaleiðina til að „halda sér til“, þ. e. leið kynþroskans, gömul amma sem þegar hefur farið þá leið á enda og er komin að saumnálunum, m. a. s. þeim með stóru augunum því, „hún er farin að sjá svo illa“. Söguna má því líka segja þannig: lítil stúlka er látin fara títuprjónaveginn, þ. e. í læri hjá 291
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.