Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Síða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Síða 65
Rauðhetta í munnlegri geymd (Hér er guðmóðir — marraine, meirineta — sama og amma þar sem algengt var að amman væri guðmóðir barnabarnanna). Allt þetta matargerðar- og átmunstur sem sótt er beint í grísa- slátrunina sýnir að hér er um að ræða fórnarmáltíð eða blót, þar sem úlfurinn fórnar ömmunni fyrir stúlkubarnið. Að þeir hlutar hennar sem stúlkan neytir — blóðið og brjóstin — eru tengdir æxluninni sýnir enn betur eðli fórnarinnar. Þessi kafli sögunnar sem einmitt kemur næst á eftir títuprjónunum fjallar þá um það hvernig litla stúlkan verður fullþroska kona. Hryllingsmáltíð Rauðhettu verður þannig skilin með hliðsjón af þrískiptu lífshlaupi konunnar þar sem mílusteinarnir eru kynþroskinn, móðurhlutverkið og tíðahvörfin. Æviskeiðin þrjú eru táknuð með þrenns konar heitum: ungmey, móðir, amma. Frá sjónar- hóli samfélagsins virðist hringurinn lokast þegar móðirin verður amma um leið og dóttirin verður móðir. Þær þrjár eru þátttakendur í sama leik. Þegar litla stúlkan kemst á kynþroskaskeið byrjar hún strax að ganga inn í hlutverk móður sinnar, ofurlítið lengra þegar hún kynnist kynlífinu, m. ö. o. jafnt og þétt eftir því sem fjölgunarhlutverk hennar verður greinilegra. En við sjáum hana líka í hlutverki blóðsugu: þegar blóð dótturinnar tekur að streyma — sem er fyrsta skilyrði þess að hún geti leikið sitt hlutverk sem barnamaskína — hlýtur það um leið að hverfa frá móðurinni sem missir hæfileikann til að fæða börn, þær eru eins og tvö samtengd ílát. Um leið segir sagan okkur að stúlkan sæki þennan hæfileika til móður sinnar, hún tekur hann frá henni, étur hana upp til agna í bókstaflegri merkingu. Annars blandast aldursskeið móður og ömmu iðulega saman í sögunum og það kemur oft fyrir að móðirin leikur hlutverk ömmunnar og er étin. Stundum lendir það á móðursyst- ur eða jafnvel guðmóður sem er gott dæmi um hina félagslegu vídd sögunnar því guðmóðirin, sem í bændasamfélaginu er einmitt móður- systirin eða amman, er sú sem vakir yfir framtíð stúlkunnar, gefur henni saumatösku þegar hún nær fjórtán ára aldrinum, tekur hana í læri í saumaskapnum og gefur henni krukkur og kastarholur þegar hún giftir sig. Hún er hinn félagslegi staðgengill móðurinnar og hlutverk hennar er að afhenda þær eignir sem tilheyra konunum. Boðskapur sögunnar er því sá að hinar líkamlegu ummyndanir kon- unnar leiði óhjákvæmilega til þess að þær gömlu verði að víkja fyrir hinum ungu. Dæturnar taka við hlutverki mæðranna og þegar barna- börnin koma er hringrásinni lokið. Ommurnar eru búnar að vera, þær verða étnar. 295
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.