Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Page 67
Rauðhetta í munnlegri geymd
til af því sama: hvað rekkjunautur hennar er loðinn, a. m. k. er það
ævinlega það fyrsta sem hún spyr um. „O, mamma, hvað þú ert snörp!“
Eða: „O, hvað þú ert loðin, amma mín!“ Eða: „En hvað þú hefur mikið
skegg!“ Eða: „O, mamma, hvað þú hefur mikið hár!“ Eða: „Hamingjan
góða, amma mín, hvað það eru loðnir á þér fæturnir!“ Og úlfurinn
svarar einlægt því sama: „Það er aldurinn, barnið mitt, það er aldurinn."
En eins og við munum hefur úlfurinn dulbúist til að koma í stað
ömmunnar, sett á sig nátthúfuna hennar og jafnvel gleraugun. Því þá
ekki að taka hann á orðinu og skoða hann eins og þá sem hann þykist
vera, það er að segja ömmuna, a. m. k. leikur hann það hlutverk
gagnvart stúlkunni. Þá höfum við hér fúlskeggjaða ömmu, þ. e. hafandi
vissa karlmannlega eiginleika sem eiga að vera aldrinum að kenna.
Eftirfarandi samræður í einni af hinum ítölsku gerðum sögunnar geta
kannski varpað ljósi á ástæður þessarar breytingar:
Litla stúlkan skreið upp í rúmið. Þegar hún kom við hönd ömmu
sinnar sagði hún: „Af hverju hefurðu svona loðnar hendur, amma
mín?“ — „Það er af öllu því sem maðurinn minn hefur látið mig
bera.“ Svo þreifaði hún á handleggjunum: „Af hverju eru þeir
svona mikið Ioðnir?“ — „Það er af því að ég hef unnið svo mikið.“
Þá tók hún á bringunni á henni: „Hvaðan kemur allt þetta hár?“ —
„Eg hef mjólkað of mörgum börnurn." — „Og af hverju ertu svona
loðin á maganum?" — „Það er af því að ég hef átt of marga
krakka.“
Oll þessi loðna er hér greinilega tengd því að konan er útslitin af
barneignum. Ef orð úlfsins eru tekin bókstaflega lýsa þau gamalli konu
sem um leið og hún glatar hæfileikanum til að fæða börn og þar með
kvenleika sínum — tíðablæðingum, brjóstum, móðurlífinu — verður
alþakin hári eins og karlmaður eða villidýr. Er það kannski svo að hér sé
fremur um að ræða ömmu sem breytist í úlf en úlf sem breytir sér í
ömmu? Ef svo er, ef amman og dýrið eru eitt og hið sama, ef úlfurinn er
bara ein hliðin á ömmunni þá eru þátttakendur leiksins aðeins tveir, eins
og við raunar höfum á tilfinningunni í upphafi þessarar greinar: litla
stúlkan sem er að verða kona og amman sem hefur glatað kvenleika
sínum og er orðin karlmannleg eða dýrsleg. Sannleikurinn er sá að slík
saga er til, þar sem ung, foreldralaus stúlka kemur í heimsókn til ömmu
297
L