Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Page 68

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Page 68
Tímarit Máls og menningar sinnar en sú reynist vera „villikona“ og ætlar að éta hana. Þessi úlfsamma eða dýrslega kona í sögunni hér að framan ætti þá að vera mannæta, gráðug í barnabörnin sín. Þar með værum við komin með minni sem er andstæða þess sem fram kom við fyrstu greiningu sögunnar, þ. e. ef ömmurnar mættu ráða myndu þær vilja rífa í sig barnabörnin eins og í sögunni um prinsessuna í svefnskóginum. Hinn nýi boðskapur væri þá sá að litlar stúlkur kunni að vera tilneyddar að hakka í sig ömmur sínar til að komast hjá því að verða étnar af þeim. Það væri þó líklega einum of ódýr lausn að afgreiða úlfinn á þann hátt og þar með láta blekkjast af dularbúningi hans. Því þótt þessi hamskipti séu einkennandi fyrir hann og sagan virðist stundum rugla honum saman við ömmuna þá eru persónur leiksins samt þrjár. Þó að hann komi og fari á víxl, sýni aldrei sitt rétta andlit utan sé í stöðugum feluleik bak við grímur og dulargervi og breytta rödd svo að hann verður ósýnilegur, þá er hann samt ævinlega viðstaddur allar ummyndanir litlu stúlkunnar. Þegar hún, stödd á krossgötum, velur títuprjónana er það hann sem lætur hana kjósa: það er frammi fyrir honum og eftir kröfu hans sem hún „drekkur í sig“ ömmu sína og fer úr fötunum. Það er hann sem hefur forustuna í leiknum og ýtir litlu stúlkunni út á hverja nýja braut á æviskeiði hennar sem konu og allt sem þar gerist stendur í einhverju sambandi við hann. Sífellt notar hann sér leikhæfileika sína og tekur á sig margvísleg gervi: hann er glettinn og daðurgjarn eins og ungur strákur þegar sú litla velur títuprjónaveginn og fullkominn í hlutverki gamallar konu þegar þau hittast næst. Látbragðslist hans er slík að hann hefur ekkert eigið andlit, hann er alltaf að dyljast. Framan af lætur litla stúlkan blekkjast. En þegar þau ganga í eina sæng uppgötvar hún hið raunveru- lega eðli hans, úlfsnáttúruna. — „Komdu og leggstu hjá mér, sagði hann. Mér er svo kalt á fótunum, þú verður að hlýja mér“ eða „Komdu og leggstu alveg upp við mig“. Við svo nána snertingu getur úlfurinn ekki lengur gabbað neinn, loðinn feldurinn sem hylur hann frá toppi til táar og hún finnur undir sænginni kemur upp um hann, gríman er fallin, vargurinn afhjúpaður, litla stúlkan „sér“ úlfinn. Ulfurinn er þannig falsið holdi klætt. Af öllum villtum dýrum er hann sá sem stendur næst manninum og líkist honum mest, í háttum sínum og venjum, klækjum sínum og styrjöld sinni við mennina þegar hann fer með ránum í hjarðir þeirra; og þeir svara í sömu mynt, því hann er ekki venjulegt veiðidýr heldur óvinur í stríði, það er ekki kjöt hans sem menn 298
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.