Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Page 81

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Page 81
Um þjóðareinkenni í myndlist Líkt er á komið með orðum og litum, því hvort tveggja er notað til að lýsa hugblæ. Kannski nota ólík skáld sömu orð sömu tungu og hinir ýmsu málarar nota sömu liti frá sömu verksmiðju, en í meðferð þeirra verður árangurinn aldrei sá sami. Hins vegar er auðsær munur á litum sem málararnir blönduðu og muldu sjálfir með höndunum og verk- smiðjuunnum litum. Einnig má finna mun á ljóði sem kemur úr mannsbarka og ljóði sem tölva raðar og flytur. Blár litur er kannski í eðli sínu ekkert mynd- eða ljóðrænni en gulur litur, heldur getur sálarlíf listamannsins beitt litnum með þeim hætti að í sömu mynd verði blái liturinn myndrænni en sá guli; eða þannig skynjum við þetta. Og þó gæti hent að við skynjuðum litina með ólíkum hætti hverju sinni sem við skoðum málverkið, enda eru hughrif okkar ekki fastmótuð og eðli litanna síbreytilegt og er háð umhverfi þeirra, birtu og tíðni: hvað þeir breiðast yfir stóran flöt. Engu að síður þykjumst við geta greint þjóðerni málverks ef það hefur verið málað í landi þar sem myndlistarhefðin er rík. Þetta á aðallega við um hina svo nefndu æðri myndlist, það er að segja þá myndlist sem einstaklingarnir móta, þeir sem við köllum málara. Hjá þeim þjóðum Evrópu sem æðri myndlist er ung, og þar sem alþýðulist hefur verið eytt eða hún þekkist varla, þar hefur myndlistin ekki yfir sér heildarsvip: þjóðareinkenni. Slíkar þjóðir eiga einstaka málara, þeir eru stakir eða gnæfa upp yfir aðra, og kannski hafa risið upp meðal málara einhverjar athyglisverðar stefnur eða skóli, en heildarsvip- ur myndlistarinnar er bundinn af persónueinkennum en ekki þjóðar- einkennum nema þá vonandi í augum landsmanna sjálfra. Þjóðir þessar eru gjarna örlítið um of opnar fyrir áhrifum frá stærri þjóðum, í asa sínum og löngun til að líkjast öðrum melta þær ekki áhrifin og samsama þau ekki séreinkennum sínum; og listamennirnir og málararnir sækja ekki efnivið í sálardjúp sín, kvöl sína, heldur leita út fyrir landsteinana. Og gjarna leita þeir fremur til litanna í túpunum eða til litameðferðar þekktra málara erlendra en til litanna í umhverfi þeirra. Þess vegna er engin furða að tíðum er franskt yfirbragð yfir litunum til að mynda í málverkum af íslenskri náttúru. Islensk málaralist hefur ekki síast gegnum þjóðlega alþýðulist. Þegar ég nefni alþýðulist á ég ekki við þá vellukenndu lýðskrumslist sem sumum vinstrisinnuðum stjórn- málaflokkum þótti rétt að boða. Málverk grískra nútímamyndlistarmanna eða búlgarskra bera ekki ættarmót lands síns. Hin æðri myndlist landanna hefur ekki yfir sér 311
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.