Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Síða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Síða 83
Um þjóðareinkenni í myndlist skólum. Hið misskilda frelsi hefur orðið listunum að fótakefli, og ekki bara þeim heldur menningunni almennt séð. Misskilningurinn hefur þó haft afdrifaríkastar afleiðingar fyrir listirnar, vegna þess að þær eru sprottnar af bælingu, þrýstingi, samþjöppun, fjötrum, en síðan framrás. Ef ekkert af þessu væri fyrir í huga listamannsins væri útkoman eintómt bull, hindrunarlaust og formlaust. Listaverkið er ekki frelsi heldur frelsisþrá hugar sem er þrælbundinn af formhugsun og lista- og menn- ingarhefð. Formin eru af frostheimi. Þá eru skáldin helköldust þegar þau yrkja heitustu ástarljóðin. Aðeins listamaðurinn finnur helkuldann sem er samfara listsköpun. Aftur á móti er hlýleiki í huga handverksmannsins. Æðri list er hlutlaus og köld og hún tignar ekki heldur vekur tignun. Slík list verður sjaldan ástfólgin, hún á ekkert skylt við minningar manna frá góðum stundum, eins og kannski málverk handverksmannsins af fjallinu heima sem minnir aðeins fáa á lautir og dældir og kannski æskuárin. En málverkið af fjallinu heima er ekki listaverk, heldur aðeins hlutur tengdur minningu. Æðri myndlist vekur ekki minningatengsl og margir geta því notið hennar. Myndlist er ekki einvörðungu byggð á litum og formum. Að vísu er myndlistin hún sjálf og eðli hennar eðli efniviðarins sem hún notar, en þroski myndlistar er undir því kominn hvort fyrir eru hjá þjóðinni önnur viðhorf til hins myndræna gildis umhverfisins en þau sem tilfinn- ingarnar vekja hverju sinni. Andlegt líf myndlistarinnar er ekki síst háð því hvort fjallað hefur verið um hana í orðum, hvort ljóðlistin í landinu sé myndræn eða huglæg, hvort bókmenntirnar séu formrænar, en ekki aðeins lýsing á ytri atburðum, eða hafi fengist að einhverju leyti við ekki aðeins frásögnina heldur líka við formvanda eða gerð til að mynda skáldsögunnar. Listformið og jafnvel listin er dregin í efa, talin vera dauð, og þá er leitað að upprisu í nýju formi. En mestu máli skiptir þó myndlistina, og um leið líf þjóða, að hugsuðir hafi leitt hugann að inntaki hennar, tengslum hennar við innri byggingu verundarinnar, sjálfsins, og samband hinnar innri byggingar við hinn ytri heim sem við sjáum og þreifum á. Eða farið er enn lengra og hugsuðurinn kannar þann stað sem er handan við allt, þann stað sem er eyðilegri en tómið og dimman, þar sem andinn svífur yfir vötnunum ef svo mætti segja. En venjulega er slíkt ekki á færi hugsuðarins nema hugsuðurinn sé um leið listamaður og það ekki að smærri endanum, heldur hinum sem óttast ekki að niðurstaðan verði óþægileg. I trúarritum er sköpuninni lýst með svipuðum hætti. Og sérhver 313
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.