Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Qupperneq 84

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Qupperneq 84
Tímarit Máls og menningar listamaður sem leiðir hugann að hvaðan listin berst kannast við tómið og dimmuna og sveim hins óljósa anda. Sjálfum hefur mér þótt hinn óþekkti staður sem er handan við allt vera fremur frosið svið en vötn. Og það er engu líkara en hugurinn eða hvað maður á að kalla þetta leysi frostið og við leysingarnar fæðist listaverkið af hreyfingunni eða athöfninni. En listaverk geta verið til án athafnar, sem erfitt er að sanna fyrir öðrum. Það skiptir listamanninn miklu máli að geta sannað fyrir öðrum. Listaverkin eru einslags sannanir. Listamaðurinn sættir sig ekki við að vera listamaður sjálfum sér nógur, heldur skapar hann verk og vill með þeim vera listamaður í augum annarra. Algengt er að listamenn trúi ekki á sjálfa sig fyrr en aðrir hafa viðurkennt þá. Listamaðurinn skapar listaverkið með athöfn sinni en aðrir skapa listamanninn með viðurkenningunni. Slíkir listamenn leggja oft óhóflega mikið upp úr athöfninni. Sjaldan eru þeir það sem er kallað fæddir listamenn. Hinn fæddi listamaður krefst ekki uppörvunar frá viðhorfum annarra. At- hafnaleysi og órar er honum eðlilegast. Hinni gerðinni er athöfnin lífsnauðsyn og kallar gjarna bjána alla þá sem viðurkenna ekki verk hennar, og um leið er hún ofurseld áliti þessara sömu bjána og fegnust því þegar sá dagur rennur upp (eftir mikinn bægslagang og kröfugerð um viðurkenningu) að bjánarnir hafa snúist á sveif með henni. En um athöfn í myndlist, listum eða lífinu gildir það sama og í húsasmíði. Smíðin skiptir ekki mestu, heldur hinn vitsmunalegi þáttur á undan athöfninni og svo getan og verklagnin. Um og kringum aldamótin gerðu stjórnleysingjar að kjörorði sínu: athöfnin skiptir meginmáli. Einnig notuðu þeir kjörorðið: Frá orðum til athafnar. Stjórnleysingjar áttu við að umræður um stjórnmál og þjóðfé- lagsmál væru til lítils gagns miðað við hina beinu pólitísku baráttu á götum úti, í verksmiðjum eða við byltingarstarfsemi. Einhverra hluta vegna, líklega vegna hugmyndabrengls hafa kjörorðin flækst núna inn í listastarfsemina eftir að þau flæktust í munni manna í nemendaupp- reisnum í lok sjöunda áratugarins, sem voru aðallega athafnir án inni- halds og verklags, fremur skyldar óþægð en byltingu. Svipuð óþægð hefur líka sett mark sitt á listirnar. En óþægðin er bara óþægð sem er sjálfri sér ónóg. Oþægð vekur aðeins þreytu. Þann mann sem nýtur lista eða borðar fisk skiptir athöfnin við gerð listaverksins eða fiskveiðarnar engu máli. Smekkurinn eða bragðið er höfuðatriðið. Geðþekkur litur á málverki er jafn mikilvægur og geð- þekkur litur á fiski. Hvorugur liturinn þarf að vera fallegur. 314
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.