Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Qupperneq 85

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Qupperneq 85
Um þjódareinkenni í myndlist Allt er að einhverju leyti fagurt. Ef maðurinn væri sviptur sérhverri fegurð mundi hann eflaust veslast upp og deyja. Væri fegurðin tekin frá honum um stundarsakir, með því að láta hann búa við einhæfa fegurð, til að mynda við einn lit, gripi hann líklega svipuð sálsýki og sú sem heltekur tilraunadýr og fólk þegar þau eru svipt félagsskap annarra dýra og manna. Umsjón foreldra og hlýja skiptir barnið meira máli en góðar barnabækur og málverk. Gjafir geta aldrei komið algerlega í staðinn fyrir gefandann. En að gefa af sjálfum sér er mest um vert. Sérhver gjöf sem maður gefur af sjálfum sér er fögur og gildir einu í hvaða formi gjöfin er: orðum, handtaki, lit, hlut. Hvert smáatriði í umhverfinu er fagurt á sinn hátt, jafnvel græn ýlda í tjörn. Það er að segja ef við íhugum aðeins græna litinn á henni og leiðum lyktina hjá okkur. Fegurðin er þess vegna ekki það sem gefur verkum listrænt gildi, náttúran öll er fögur — þar á meðal ýldan — án þess að vera listræn. Aftur á móti virðist það vera hæfileiki listamannsins til að gefa, veita af dulmagni sjálfs sín sem gerir verk hans listrænt, bæði litina og formið. Ríkur þáttur í hinu listræna er líka arfleifðin og lærdómur af reynsiu aldanna. Náttúran lærir aldrei neitt, hún býr ekki yfir neinni reynslu, og þess vegna er ekki í fjallinu reynsla fossins. Listamaðurinn getur á hinn bóginn byggt á reynslu ýmissa málara þegar hann málar foss eða fjall. Að þessu er hann náttúrunni æðri. Verk hans eru listræn en verk náttúr- unnar fögur. En við komumst aldrei að því hvað það er í hinum gjafmildu hæfileikum listamannsins sem vekur þá getu að hann er fær um að móta hluti sem eru listrænir að gerð. Líklega verður seint hægt að sundur- greina og rannsaka eðlið og hæfileikana svo að niðurstaðan blasi við. Næst verður komist að leyndinni að vita að hún er handan við formið, litinn, tunguna og vitið, og vitið, tungan, liturinn og formið eru af rót leyndarinnar. Listamenn þekkja þá reynslu að þegar listaverkið hefur fengið form, finnur skapandi þess til napurs tómleika og vonbrigða og óánægju. Ogleðin stafar af því að verk fært í form sem aðrir sjá er lítilmótlegt og lítils virði borið saman við upprunalega og óljósa mynd þess í huganum. Það hvarflar að manni að listaverkið sé versti óvinur og skaðvaldur listarinnar. Listin er í dýpsta eðli sínu sundurlaus, glundroði tættra lita og forma, heillandi muldur og þvættingur óskiljanlegur öllum, jafnvel listamanninum sjálfum. Listamaðurinn dirfist sjaldan að viðurkenna slíkt fyrir sjálfum sér, hvað þá fyrir öðrum af ótta við að það geti skaðað 315
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.