Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Síða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Síða 87
Um þjódareinkenni í myndlist ráðleysi hans er engin uppreisn heldur bæn um kjölfestu. Sem hann finnur þá helst í eyðileggingu þeirri sem á enga framtíð í byggingunni. Sumir málarar brjóta þannig stöðugt upp tíma málverksins með doppum eða klessum, aðrir láta næstum óblandaðan lit mæla tímann. A tímum samræmis, eins og á hinni klassisku tíð málverksins, renna litirnir hver inn í annan og spegla blæbrigðin sem ríkja í sál mannkyns sem er ekki algerlega á valdi frumhvatanna heldur þátttakandi í eilífðinni, enda býr maðurinn yfir þeim eiginleika að hann getur dáið með eðlilegum hætti, þótt flestum sé reyndar núorðið meinaður sá dauði. Leitin að samruna litanna hefur ekki verið einkennandi fyrir tíma okkar fremur en við höfum leitað að samruna stétta og hinna ýmsu afla þjóðfélagsins. Litunum og formunum hefur verið sveiflað til, í samræmi við sveiflur og hræringar í huga þjóðanna. En ekki hafa verið eintómar sveiflur heldur líka kám, blæbrigðalausum litum hefur verið stillt upp hlið við hlið í röðum forma sem tekin hafa verið úr flatarmálsfræðinni. Eftir það reis upp ekki fyrir löngu hið sérstaka fyrirbrigði nútímans: einliturinn. Málverkið er í einum lit og augu þeirra sem umgangast málaralist sætta sig við einhæfnina. Listin er þá ekki leit að fegurð, hún er ekki einu sinni leit að listrænu handbragði. En hún er spegill þjóðfélagsins. Um leið og einlita málverkið kom fram komu hugsuðir með þá skoðun að aukin vísindi og tækni hafi gert manninn að einvíddarmanni. Hinn einhliða maður rís upp í veldi sínu samtímis einlita málverkinu. Allt helst þannig í hendur, listamaðurinn skynjar heiminn en hugsuður- inn skilgreinir hann. Vegna þess arna er árangur og reisn í listum óhugsandi án djarfrar gagnrýni eða heimspekilegrar hugsunar. Þetta stafar af því að listamaðurinn hirðir oft ekki um, eða er kannski ófær um að skilgreina það sem hann skynjar. Svo er algengt að listamenn haldi að þeir verði minni listamenn ef þeir bera annað en óljóst skynbragð á verk sín. Því síður geta þeir staðið í vitsmunalegri fjarlægð frá þeim og fjallað um þau eins og verk eftir annan mann. Raunar er listaverkið ævinlega eftir „annan“ mann: manns innri mann. Enginn listamaður er ævinlega listamaður, heldur aðeins í verkum sínum. Hinn eini sanni litur er síst íáránlegri en einn sannur guð eða einræðisherra eða maður sem er til á einu afmörkuðu sviði: í sínu fagi, eins og kallað er. Hið einlita er hið trúræna. Ahorfandinn syndir inn í forsjá litarins. Hann getur gefið sig litnum á vald, óskiptur og ótruflaður af blæbrigðum, á sama hátt og hann gengur guði á vald eða foringjanum 317
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.