Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Side 92

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Side 92
Keld Jorgensen: Tákneðlisfræði og bókmenntir Áhugi manna á eðli skáldskaparins er jafngamall skáldskapnum sjálfum. Allir sem bókmenntir lesa hafa einhvern tíma spurt sjálfa sig: Af hverju eru sumir textar bókmenntir en aðrir ekki? Af hverju sprettur sú ánægja sem við höfum af lestri? Hvers konar fullnægja er það sem lestur veitir okkur? Gátan um eðli bókmenntanna hefur eignast sínar eigin stofnanir og sínar eigin kenningar: ævisögustefnu, nýrýni, formgerðarstefnu, marxíska bók- menntafræði, bókmenntafélagsfræði. Vísindi þau, sem hér verða kynnt, eru nýjasta greinin á stofni þeirra fræða sem fást við skáldskaparhlutverk málsins, eins og Roman Jacobson, faðir formgerðarstefnunnar, nefndi viðfangsefnið. Þetta er tákneðlisfræði (semiotik). Hugtakið er hægt að rekja til Ferdinands de Saussure, þess manns sem lagði grundvöll að nútímamálvísindum: Maður getur sem sagt ímyndað sér fræðigrein sem fæst við líf táknanna í félagslegu samhengi . . . Við nefnum hana táknfræði (semiologi, af grísku ’semeion’: tákn). Hún á að kenna okkur hvað tákn sé og hvaða lögmálum það lúti. Þar sem hún er ekki til enn þá er ekki hægt að segja neitt um hvernig hún muni verða, en hún á tilverurétt, bás hennar er fyrirfram markaður. (Cours de linguistique générale, bls. 33). Tákneðlisfræðin1 gerir táknið að grundvallarhugtaki og málið að miðlægu viðfangsefni í mannvísindum. Saussure ályktaði þetta þrennt um táknið: 1) Það er annars vegar táknmynd (signifiant), hins vegar táknmið (signifié). táknmið takn: -------- táknmynd 2) Það er eingöngu greinarmunur eininga málsins sem gerir það nothæft (en ekki neitt eigingildi þeirra), þ. e. a. s. hver táknmynd er aðeins hugsan- 322
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.