Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Page 97
Táknedlisfrtedi og bókmenntir
(+). .(+) .( + ). (+)
skýring: spurning skýring yfir- dauði
„þeir ætla. . . “ „hvers vegna ég?“ manna sprenging
r
hindrun:
ekkert svar
tæki:
talað í rör
í sögunni Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns eftir Ástu Sigurðardótt-
ur er það utangarðskonan sem reynir að komast í félagsskap annarra. í því
skyni heimsækir hún fólk nóttina sem sagan gerist, en allar tilraunir
misheppnast. Meðan á þessu stendur er hún oft að því komin að týna lífinu:
„Stigaopið gein við mér kolsvart, tilbúið að gleypa mig lifandi,“ „ég var að
byrja að detta, hrapa. . .“ (í fáum dráttum, bls. 27). Henni tekst ekki að
komast inn í neinn félagsskap, en með aðstoð nokkurra hjálpsamra verka-
manna, sem gefa henni kaffi og brauðsneið, tekst henni að lifa af enn eina
nótt án þess að verða myrkrinu að bráð:
(+).
dauði
myrkur
hún er skækja samkvæmið
huggarinn
bíleigandinn
(+)
birta og hlýja
framundan
(+)
utangarðs
einmana
innangarðs
félagsskapur
Þessi dæmi ættu að sýna að tilefni er til að bæta við líkan formgerðarstefn-
unnar. En tákneðlisfræðin er meira en viðbót við formgerðarstefnuna, og
það getum við skýrt nánar með því að rifja upp fyrstu ályktun Saussures um
táknið: táknið er í senn táknmynd og táknmið. Táknmyndin, sem oft er
bara nefnd tákn, er sýmbólið, myndin, formið, hljóðið, og táknmiðið er
aftur á móti merkingarmiðið, hluturinn, fyrirbærið, sem alls ekki þarf að
vera hluttækt eða áþreifanlegt (hvert er merkingarmið orðanna ’hatur’ eða
’engill’?).
I hinum vestræna menningarheimi hafa menn ranglega ályktað að hið
efniskennda og áþreifanlega sé til á undan málinu og að við, mælandi verur,
veljum okkur síðan einhver máltákn til þess að geta talað um þennan
327