Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Page 101
Táknedlisfrieði og bókmenntir
1. Innifalinn höfundur
söguhöfundur
2. innifalinn lesandi
sögulesandi í 1. sýnilegur sögumaður
verk---------------->< 2. lesandi í 1. sögupersóna
^3. frásögn---------------->< 2. söguviðtakandi
[ 3. (t. d.) tilsvar
mest vitneskja minni vitneskja minnst vitneskja
Höfundur setur á svið sögumann sem svo setur persónur á svið. Það sem
skilur þessa þrjá aðila að er mismunandi vitneskja. Höfundur stjórnar
sögumanni með vitneskju sinni, sögumaður persónunum með sinni.
Munurinn á höfundi og sögumanni kemur einna best í ljós þegar höfund-
ur gerir gys að sögumanni, lætur hann komast í mótsögn við sjálfan sig eða
stríðir honum á annan hátt. Þessa eru dæmi um ónafngreinda sögumenn hjá
höfundum eins og Franz Kafka eða Klaus Rifbjerg.
A sama hátt getur sögumaður sett persónur sínar þannig á svið að lesanda
verði ljóst að sögumaður viti meira en persónurnar. Sjá t. d. þessi dæmi hjá
Vitu Andersen: „lagði hún hægri handlegginn ósjálfrátt (á dönsku: ’ube-
vidst’) á magann“ / „Hún leit ekki á svarta bókstafaþyrpinguna á for-
síðunni.“ / „Op, sem hún heyrði ekki sjálf.“ (Haltu kjafti og vertu sæt, bls.
128 og 134).
Hér sýnir sögumaður8 eitthvað sem persónan veit ekki sjálf, sér ekki né
heyrir. Með öðrum orðum: okkur er gefinn í skyn mikilvægur munur á
vitneskju sögumanns og persónu.
Sérstaða höfunda og sögumanna er að þeir setja einhverjar persónur á svið
miðað við þekkingu sína á ákveðnu samhengi í lífinu og í manninum, og að
þeir gera það á þann hátt að þeir láta persónurnar sjálfar ekki hafa þessa
þekkingu heldur miðla henni ósjálfrátt til lesandans með hugsunum sínum
og athöfnum. Skáldsögn birtir þess vegna heiminn „séðan af manni", eins og
Balibar og Macherey orða það.
í Persónum og leikendum er enginn augljós munur á sögumanni og
Andra, en öll almenn ummæli bókarinnar um ’lífið á Islandi’ og samtímann
verður víst að eigna sögumanni:
1. Pétur Gunnarsson
2. innifalinn lesandi í 1. sögumaður
3. Persónur og leikendur < 2. lesandi
[ 3. það er vinna að
vera rithöfundur
1. Andri
2. þú
3. „Hver er formúlan?"
331