Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Síða 108

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Síða 108
Tímarit Máls og menningar . . . dagurinn hafði verið ömur- legt hálffætt og grátt flykki í endalausum Ijósaskiptum . . . Þó brunnu enn leifar af eldum í lofti í hellisopi í vesturátt undir eilífum bláum skýjabakka. Það var eins og jarðarbirtan sogaðist út um hellisopið og þá dimmdi yfir öllu. En glæðurnar handan við opið úti við óendanleikann dofnuðu smám saman og hellisopið luktist aftur og heimurinn lokaðist inni í helli, svo hver hreyfing mannanna var skuggaflökt á göt- unum (49—50). Strax í upphafi sögu býður okkur í grun um líðan mannsins. Húsráðendur hans, konumar, verða í huganum að ófullnægðum frekjum sem leita á leigjandann og njósna um hverja hreyf- ingu hans og stunu. Ekki svo að skilja að hann hafi ekki gert sér grein fyrir því að eitthvað væri bogið við hann en „leitaði aldrei að því hvað væri beyglað í fari hans.“ (19). Eigum sínum, sem liggja í haug á gólfinu, kemur hann ekki í verk að skipa á sinn stað og líkir haugnum við „andlega rúst, tákn fyrir mann sjálfan og hugarástand." (12). — En órar hans eru ekki sprottnir af engu. Eftir nokkurra ára sambúð hafa þau hjónin ekki haft um neitt að sameinast og eftir liggur maður sem misst hefur fótanna í átökum kynjanna. I frelsiskröfum sínum beinir Dóra skeytum sínum að honum og sér höfuðfjanda sinn í honum en eftir stend- ur hann ráðlaus og fullur sjálfsvorkunn- ar. — En yfir höfuðið á manninum miðl- ar söguhöfundur okkur viðhorfum sín- um til þess fjölskyldulífs sem hugur mannsins hverfist um. Allar hugrenningar hans um fjöl- skylduna snúast um eignarrétt og völd. Draumar hans snúast ekki um að nálgast Dóru heldur sigra hana. Líf þeirra hefur hingað til snúist um að ljúka námi, koma upp íbúð, koma upp börnum. Draum- arnir um dæturnar eru draumar eigna- mannsins: Eg á þessi engilbörn, tuldraði hann. Enginn á ykkur annar en ég, englarnir mínir. (26) Og hann furðar sig á konu sinni fyrrverandi þar sem hún eigrar um leitandi meðal alls kyns fólks í bið- skýlinu á Hlemmi sem hér verður tákn- ræn biðstöð friðlausra sálna. Hún sem fékk allt upp í hendurnar frá því í æsku. Hann spyr sig hvort lífið í skýlinu sé „æskilegra en velsæmið, vegmegunin og traust heimili.“ (38) En hvað er velmegun og traust heim- ili? Allar minningar mannsins um samlíf fjölskyldunnar eru minningar neyslunn- ar. Myndin af neysluþjóðfélaginu birtist sem skefjalaust sælgætisát, einu sælu- stundirnar, sem hann man, eru þær þeg- ar Dóra og dæturnar birtast á „breiðtjaldsmynd" hugans, „öll að keppast við að háma í sig sælgæti inni í sjoppu." (36). Hér er þó ekki aðeins verið að lýsa græðginni heldur er líka kveðið að skýringum á henni með kyn- ferðislegum skírskotunum sem tákna hið eiginlega hungur að baki neyslunni — hungur tilfinninganna. Eftir hverja sleikju brettist tungu- broddurinn eins og tungan væri hali á dýri, og í lokin slettist tung- an um varirnar eins og fiskur með sporðaköst. Síðan breiddi tungan úr sér aftur og mæðgurnar tóku samtímis breiða sleikju yfir ís- hnúðinn, vöfðu tungunni utan um hnúðinn. (32) 338
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.