Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Side 110

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Side 110
Tímarit Máls og menningar að í henni geti falist nokkur vísir að framsækinni baráttu. Mér finnst með öðrum orðum ansi erfitt á stundum að sjá í þessari sögu mun efahyggjunnar og þeirrar efasýki sem hafnar félagslegri þátttöku og baráttu. Með þessum orðum er ég ekki að horfa fram hjá því sem ég tel mikil- vægast við sögu Guðbergs: ögrunina við vanahugsun og viðtekið gildismat. Sú ögrun sækir styrk sinn í frásagnarað- ferðina enda fer höfundur þar oft á kost- um. Ekki síst á þetta við um aðferð ýkju og öfga sem mér þykir hann beita enn markvissar en oftast fyrr til að afhjúpa fáránleika hvunndagslífsins. I fram- úrstefnulist okkar aldar hafa forn brögð farsans oft verið notuð til þess arna. Agætt dæmi um þetta í sögunni er for- kostuleg lýsing á sjónvarpsmenningu landsins þar sem þau Raggi og kerling hans leika sitt eigið Löður með því að fylla þvottavélina af sápuspónum og til- einka sér bandarískt léttlyndi í froðuhafinu sem fyllir eldhúsið. Andstæður skrípaleiksins er aftur á móti að finna í þeim óhugnanlegu og afskræmdu lýsingum sögunnar af ætt hrollvekjunnar sem slegið er framan í lesandann eins og blautri tusku. Þær lýsingar þykja mér flestum öðrum mælskari um íslenskan veruleika líðandi stundar. Hlýtt var inni [í skálanum á Hlemmi] og hann gekk eins og á nálum innan um fólkið og for- mælti því með snöggu tauti. Fólk- ið hörfaði undan fálátt, alvant því að hálfóðir og óðir menn léku lausum hala og það kippti sér ekkert upp við formælingarnar, líkt og brynjað gegn bölvi og áhrínsorðum í þessum gagnsæja glersal, biðstöðinni sem bullaði oft í eins og seiðpotti um helgar því að þangað leitaði hinn furðu- legasti lýður .../.../ Ofvæni lá í loftinu og létt geggjun ríkti hvarvetna og ekkert vantaði nema djöfulinn að klifra í stálsperrun- um og hann migi síðan og skiti yfir mannfjöldann honum til sálu- hjálpar og blessunar. Fólk var í óða önn að anda frá sér eitri úr sálinni eftir áþján og hömlur vinnuvikunnar og reykurinn gaus úr vitum þess . . . Skálinn logaði af skröttum og þeir fáu sem höfðu læknast af vitleysu sinni og illum öndum röltu út í vagninn sinn til að sætta sig við sjónvarpið heima. (66—67) „Nú þarf að tyggja allt í alla,“ segir móðirin við son sinn þegar hann kærir sig ekki um að hugleiða orð hennar. Hann vill ekki taka ögrun þeirra Gunna, rjúfa einangrun sína og meta líf sitt á nýjan leik. Vítahringur hans lokast líka í sögulok. Eftir stendur krafa Guðbergs til lesandans um að taka ögrun skáld- skaparins, staldra við og hugsa á ný. Um það orti hann reyndar hér í eina tíð: Freyr frjósemi má ekki vera til þess að fólki falli eitthvað í geð heldur á hún að gera fólki ekki til geðs gera fólki nýtt geð sem ýtir af stað öðru geði út í óvissuna. Þorvaldur Kristinsson N. 340
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.