Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Síða 114
Tímarit Máls og menningar
veruleika hafi nokkurn tímann verið
náð. Grátandi innra með sér leikur hún
trúð í veislunni „án þess að vita hvers
vegna“, og lætur fólkið „þau“ hlæja.
Uppreisnin verður einnig „án þess að
vita hvers vegna", og eins og í fleiri
ljóðum bókarinnar kemur hún fram í
þögn og flótta.
Svipað misræmi athafna og skynjunar
má sjá í ljóðinu „Doddi“, því eina í
bókinni sem beinlínis er ort í orðastað
karlmanns:
Eg vil ekki trúa því að ég hafi gert
þetta
barði ég hana virkilega
barði ég hana
ég get ekki trúað því
að ég hafi gert þetta
ég elska hana
Doddi skilur ekki gerðir sínar sem að
hans mati eru algerlega andstæðar til-
finningum hans, og í rauninni kemur
hann fram í ljóðinu sem tvær persónur.
Það er engin tilviljun að þetta frumlega
og um leið átakanlega (og íroníska) ást-
arljóð er ort af konu. Skipt sjálfsvitund
er ríkjandi einkenni á bókmenntum
kvenna, þar sem hún birtist í ýmsum
myndum, m. a. í því að persónunni er
hreinlega skipt í tvennt. I ljóðabók Nínu
Bjarkar má á táknrænan hátt sjá þetta í
ljóðunum um Lillu og Jónu, sem eru
ósættanlegar en alltaf saman. Vandamál
beggja má rekja til kvenhlutverksins, þar
sem óhamingja annarrar stafar af því að
hún á börn og hinnar af því að hún á
engin. Þessar tvær konur eru alltaf að
rífast og jafnvel slást, og það eina sem
getur sætt þær eru deyfandi lyf, útþurrk-
un sjálfsvitundarinnar. Eða eins og segir
í einu ljóðanna um þær:
að næsta dag sátu Jóna og Lilla báðar
og prjónuðu
með undirfurðulegan sæluljóma í
augum
Þögn
Það kemur hvað eftir annað fram í
ljóðum bókarinnar, að orðin tilheyra
ytri veruleika, eru ófær um að tjá
innra líf, og við þeim er því aðeins
hægt að bregðast með þögn. Skýrast
birtist þetta í ljóðunum um Heiðu,
sem beinlínis neitar að tala. Þetta er
einnig viðfangsefni ljóðanna tveggja
um Onnu.
I ljóðinu „Anna“ gerir Anna
margar atrennur að orðunum, þar
sem hún reynir að skilgreina sjálfa
sig í afstöðu við aðra, en hún gefst
upp og ljóðið endar á púnktalínu,
sem sagt á þögn:
Fyrirgefið þið
að ég skuli
ef ég hef
að vera
að vera svona
eins
og
ég
I þessu ljóði koma þagnirnar fram í
sjálfu forminu, sem þannig er látið bera
uppi efnið. Svipaðri aðferð er beitt í
„Utskýringar Onnu“:
Hefði átt að segja eitthvað annað
þá hefði hún ekki orðið svona á
svipinn
hefði átt að segja eitthvað annað
þá hefði hann ekki móðgast
þá hefði hún ekki farið að gráta
þá hefði hann ekki öskrað að henni
344