Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Qupperneq 117

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Qupperneq 117
Þessi manneskja er unnusti og skáld, og þannig kemur fram í ljóðinu trú á ástina og skáldskapinn sem verndandi og líf- gefandi afl. Þessa trú á skáldskapinn sem leið út úr felum og þögn má ef til vill einnig sjá í ljóðunum um Heiðu sem skrifar bréf sem jafnframt eru ljóð. Og í því að þessi yndislega bók er til. Helga Kress VEGURINN HEIM Olga Guðrún segir í Veginum heim (Mál og menning, 1982) sögu Huldu, ellefu ára gamallar stúlku sem lendir í ógöngum vegna þess að foreldrar hennar skildu og hún fær ekki að ráða lífi sínu sjálf. Atburðarásin er talsvert spennandi og dramatísk, en umfram allt eru þó átök sögunnar á sviði tilfinninganna: átök foreldranna um barnið endurspegl- ast í sálarlífi hennar, en mikilvægust eru átökin milli viðleitninnar til að þróa sjálfstæðan persónuleika og þeirra ytri, og innri, afla sem vilja eyða persónu- leikanum, gera einstaklinginn að viðráð- anlegum hlut sem þjónar þörfum ann- arra. Hér er því vissulega ekki um neinn barnaskap að ræða og bókin á erindi bæði til barna og fullorðinna. Enginn lesandi hygg ég að komist hjá því að finna til þeirrar djúpu alvöru, sem Vegurinn heim býr yfir, eða hrífast með af tilfinningalegri spennu bókarinnar. En ýmislegt má finna að ytri umgerð hinnar eiginlegu sögu sem hætt er við að fari í taugarnar á lesanda og geti jafnvel varnað því að hann leyfi kostum hennar að njóta sín. Anna Lilja Jónsdóttir, móðir Huldu, leikur að mörgu leyti óskemmtilegt hlut- verk í þessu drama. Afstaða hennar til Umsagnir um bœkur dótturinnar mótast umfram allt af sjálfselsku jafnframt lítilsvirðingu á ósk- um dótturinnar, og hún skirrist ekki við að beita lúalegum brögðum, bæði þegar hún reynir að halda í dótturina með því að láta hana vorkenna sér og þegar hún tekur hana nauðuga frá föðurnum. Hún hefur alist upp við erfið kjör. Fullvaxin hefur hún hagnýtt sér fegurð sína til að losna undan þeim áhyggjum sem fylgja öflun lífsviðurværis, en til þess hefur hún orðið að fórna eigin persónuleika og gera sig að hlut sem notaður er af öðrum. Hún skilur feril sinn, amk. að vissu marki, og fyrirlítur sjálfa sig; gerir vanmáttugar tilraunir til að verða eitt- hvað af sjálfri sér, en vantar bæði staðfestu og trú á sjálfa sig til að þetta megi takast. Sjálfsfyrirlitningin veldur tilfinningadoða, sem skýrast birtist í því að hún misnotar annað barn sitt úr fyrra hjónabandi í eigin þágu, reynir, etv. bara hálfmeðvitað, að gera Huldu að sömu fótaþurrkunni og hún er sjálf. Gagnvart hinu barninu er hún afskiptalítil. Þetta er dökk mynd, en engan veginn ósann- færandi. Sama má raunar segja um annað sem segir af fólki hennar, bræðrum og mágkonu, nema hvað þær myndir verða að sama skapi einfaldari sem minna er hægt að leggja til þeirra, svo að úr verða nánast skrípamyndir. A hina hliðina er svo faðirinn, Þor- steinn Helgason barnalæknir. Braut hans til góðrar stöðu í þjóðfélaginu hef- ur verið greið og bein. Hann hefur feng- ið tækifæri til að gera úr sjálfum sér það sem hann óskaði, og með seinni kon- unni, Maríu rithöfundi, hefur hann eignast félaga sem hreinsar af honum þá smáborgaralegu hnökra sem hann hefur ekki haft tíma til að taka eftir á mennta- og framabrautinni, svo að hann er farinn að skúra gólfin heima hjá sér og líkur til 347
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.