Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Síða 118

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1983, Síða 118
Tímarit Máls og menningar að hann fari brátt að kyrja Island úr Nató, herinn burt. En umfram allt er hann góður faðir, ástúðugur, skilnings- ríkur og vill börnum sínum allt hið besta. Satt að segja er Þorsteinn svo fullkominn maður, að þegar mennta- mannaróttæknin sem María er að lauma inn hjá honum er undan skilin minnir hann einna helst á nafna sinn og starfs- bróður í Oddubókunum Sem betur fer eru svona menn áreið- anlega til, og það er í sjálfu sér skiljan- legt að Olga Guðrún hafi freistast til að draga upp sem skarpastar andstæður milli foreldranna til að varpa sem átak- anlegustu ljósi á örlög Huldu litlu. En ég get ekki að því gert að mér finnst vera falskir tónar í lýsingu Þorsteins, eins og raunar í sumum orðræðum hans. A hann ekki sjálfur einhverja sök á því hvernig fer? Etv. hagar hann sér hárrétt í máli dóttur sinnar, og gagnvart henni, því engin ástæða er til að álasa honum fyrir þau mannlegu mistök að vanmeta andstæðinga sína. En ætli hann eigi ekki sjálfur einhverja sök á því að fyrra hjónaband hans fór út um þúfur? Hefur hann ekki tekið sinn virka þátt í því að gera Önnu Lilju að því sem hún er, vanmetið hana og viljað hafa hana sem dúkku, meðan hann menntaði sjálfan sig, í stað þess að styðja hana til þroska? Vitaskuld snýst þessi saga ekki um að gera upp sekt og sakleysi foreldranna, en andstæðurnar í lýsingu þeirra bjóða slíku uppgjöri heim, og sagan hefði orð- ið trúverðugri og, að mínum dómi, áhrifameiri ef meira jafnvægis hefði gætt. Hvað sem líður misbrestum í umgerð- inni um sögu Huldu Þorsteinsdóttur, er sagan sjálf að mörgu leyti ákaflega vel sögð. Hún er spennandi, og spennan er ekki eingöngu á ytra borði, heldur sál- fræðileg, vegna þeirrar djúpstæðu tog- streitu í tilfinningalífinu sem við verðum vitni að hjá Huldu. Lýsing hennar er mjög skýr og trúverðug. Manni kann að finnast hún taka óeðlilega fullorðinslega til orða í bréfum sínum, en í fyrsta lagi skyldi enginn vanmeta þann þroska sem getur komið fram hjá greindu barni á hennar aldri, sem hefur lent í raunveru- legum erfiðleikum, og í öðru lagi má líta á það sem fullkomlega réttlætanlegt skáldaleyfi að láta hana skýra afstöðu sína og tilfinningar með heldur greini- legri hætti en líklegt má þykja miðað við aldur. Lýsing hennar er annars mjög raunsæ og sálfræðilega vel gerð. Hún er greind og tilfinningarík, en hefur jafn- framt erft nokkuð af veiklyndi móður sinnar. Henni þykir vænt um báða for- eldrana og vill hvorugt særa. Þetta mis- notar móðir hennar í sjálfselsku sinni og Hulda verður sífellt bældari og þjáð af innri spennu. Það er því ekki að furða þótt mótstöðuafl hennar sé lítið og yfir- sýn yfir það sem er að gerast þegar taflið milli foreldranna tekur æsilegan sprett nærri sögulokum. I sögulokin er svo að sjá sem bælingin hafi tekist og Hulda er orðin allt að því eins og tamið dýr. En við þekkjum hana of vel til að trúa að mótstaðan hafi verið numin úr henni. Síðar meir hlýtur hún að leita útrásar annaðhvort í uppreisn eða taugaveiklun, en sagan lætur þeirri spurningu ósvarað hvað verði ofan á, þótt bjartsýnn lesandi geti leyft sér að vona að með hjálp föður síns, og etv. bróður, muni Hulda ná valdi á eigin lífi. Sálfræðilegur trúverðugleiki tryggir ekki listgildi sögu og síst af öllu sú ná- kvæmni í sálarlífslýsingum sem svarar öllum .spurningum fyrir lesanda. Olga Guðrún gengur vissulega langt í því að skýra sálarlíf Huldu litlu, og er það ekki 348
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.