Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Side 21

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Side 21
Gegn straumi aldar jafnframt frjóasta skeið hans á öðrum sviðum ritstarfa og menningaraf- skipta sem og þátttöku í pólitískum deiluefnum. Dönsk blöð og tímarit voru alla tíð mikill vettvangur fyrir Gunnar Gunnarsson. Framan af var hlutur hans þar þó fyrst og fremst bundinn við birtingu eigin skáldverka. Hann lifði þrjú fyrstu árin sem höfundur á rit- launum sem hann fékk fyrir ljóð og smásögur. Mikið af því efni, þ. á m. öll ljóðin (sem eru ófá), er öldungis óþekkt á Islandi. Einnig birti hann greinar um Island og íslensk efni (einkum bókmenntir og menningarmál), og loks var hann sem ungur og framgjarn höfundur ólatur að eiga viðtöl við blöð og tímarit í tilefni af útkomu bóka eða ef hann vann til styrkja sem veittir voru til skáldskapariðkana. Um miðjan þriðja áratuginn verður svo mikil breyting á. Hann er full- þroska og viðurkenndur rithöfundur. Bækur hans seljast í stórum upplög- um bæði í Danmörku og erlendis í þýðingum. Honum er þannig ekki leng- ur sama fjárhagsleg nauðsyn að skrifa í blöð og tímarit. En nú gengur hann fyrst að marki fram á ritvöllinn til þátttöku í deilum og umræðum um stjórnmál og menningarlíf. Auk þess skrifar hann greinar og frásagnir um ólíkustu efni: Um bind- indi og áfengislöggjöf, um bíla (mér kom á óvart þegar ég sá að hann hafði verið sportbíladýrkandi og má þannig minna á Halldór Laxness og Indriða G. Þorsteinsson). Hann skrifar ferðalýsingar úr ýmsum heimshornum. Um eina þeirra hef ég nokkuð fjallað í Tímariti Máls og menningar fyrir nokkr- um árum, lýsingar hans á því er hann fór til Moskvu á tíu ára afmæli rússn- esku byltingarinnar 1927, en þá sá borgaralegt blað í Danmörku ástæðu til að vara lesendur við frásögnum svo rauðlitaðs manns sem Gunnar væri. Enn er á þessum árum og fram til loka dvalar hans í Danmörku aragrúi viðtala við hann af ólíkustu tilefnum. Auk úrklippusafns hans sjálfs og úr- klippusafns Gyldendalsforlagsins hef ég farið í gegnum skjalasöfn Politik- ens og Berlingske-samsteypunnar, og ég get ekki líkt stöðu Gunnars á þessum árum í Danmörku við neitt nema þá stöðu sem stjörnugengi nú- tímans hefur. Við hann eru löng og stutt viðtöl og endalausar myndbirtingar af honum sjálfum, fjölskyldu hans og heimili. Það er látið við hann eins og leikara, knattspyrnuhetjur, stjórnmálamenn og poppstjörnur nú. Maður spyr: Hvenær fékk maðurinn frið til að semja bækur? Þessu efni verða ekki gerð skil hér, en þó mega menn hafa þessar menn- ingarlegu og félagslegu aðstæður í huga sem andstæðu við það líf er beið Gunnars eftir heimkomuna 1939. 411
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.