Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Page 45
Hvab er póstmódernismi?
sem er með öllu runnið saman við iðnaðarsamfélagið og raunar orðið að stíl-
sérkenni stórborgarinnar.19 Póstmódernisminn opnar ný tengsl við annars veg-
ar umhverfi og mannlíf og hins vegar við eldri hefðir byggingarlistar. Póstmód-
ernisminn lítur eftir ýmsum þörfum öðrum en „opinberri“ skynsemi, m.a.
staðbundnum einkennum, hefðum og landslagi sem og einstökum hugdettum.
En þekktari er hann þó líklega fyrir „vísanir" sínar í gamla byggingarstíla, jafn-
vel fornklassíska, og samskeytingu forma úr ólíkum áttum, frá óskyldum tím-
um. En ef hér er um að ræða uppreisn gegn stílhreinum og „praktískum“ bygg-
ingum fúnksjónalismans, byggir þessi póstmódernismi þá ekki á svipuðu and-
ófi og módernismi í öðrum listum fyrr á öldinni? Portoghesi hefur sjálfur sagt
að aðferðir póstmódernismans séu hliðstæðar þeim sem stundaðar voru í fram-
úrstefnu-myndlist fyrir sextíu árum.
Slíkar framúrstefnuhræringar („avant-garde") frá því fyrr á öldinni höfðu
raunar líka verið vanræktar innan myndlistarinnar sjálfrar. Þegar tekið er að
andæfa módernismanum sem „stofnun" á sjöunda áratugnum, m.a. í nafni
póstmódernisma, sækja margir sér fóður í þann stóra jurtagarð módernismans
sem vanræktur hafði verið af túlkendum og forsvarsmönnum afstraktlistar. Nú
er Marcel Duchamp „uppgötvaður" á ný og fram fer jákvætt endurmat á eldri
afbrigðum expressjónisma, fútúrisma og ekki síst dadaisma og andlist hans. Nú
beinist áhugi að „óhreinum" formum og samruna áður aðgreindra sviða. I and-
spyrnu gegn hátíðlegum og upphöfnum „módernisma“, er nú á ný tekið að lof-
syngja uppákomuna, tilviljunina, hið fundna eða tilfallandi viðfangsefni sem
listamaðurinn þarf ekki nema að merkja sér til að gera það að list, og athygli
beinist að vafasömum landamærum listarinnar og að hverju því sem raskar við-
teknu jafnvægi í samskiptum verks og viðtakenda. Látum liggja á milli hluta að
sinni hvort það sem gerðist í myndlist á sjöunda áratugnum getur talist póst-
módernismi eða hvort þar var á ferðinni nýmódernismi sem e.t.v. var undanfari
póstmódernisma sem kann að hafa komið fram síðar.
Að brúa bilin
Innan byggingarlistar og myndlistar hefur verið hægt að beina spjótum að
módernisma sem telst hrjáður af íhaldssemi eða stöðnun á vegi „hreinleikans".
Fráhvarf frá módernisma er þá í nafni framsækins póstmódernisma. En getur
fráhvarfið ekki líka verið afturhvarf?
Umræða um póstmódernisma í bókmenntum hefur einkum beinst að sagna-
gerð. Þar virðist augljóst að póstmódernismi getur ekki falist í því að snúast
gegn módernisma með róttækni forma eða merkingarmiðlunar. Þeir sem halda
slíku fram, einsog áðurnefndur Hassan, lenda til dæmis í því að sigla póstmód-
ernismanum aftur á bak í tíma og kippa um borð ýmsum „gömlum módern-
istum“, uns hugtökin tvö eru komin úr viðráðanlegu innbyrðis sambandi.20
Kannski einkennist öll saga skáldsögunnar á síðustu áratugum af tilbrigðum
435