Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Page 45

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Page 45
Hvab er póstmódernismi? sem er með öllu runnið saman við iðnaðarsamfélagið og raunar orðið að stíl- sérkenni stórborgarinnar.19 Póstmódernisminn opnar ný tengsl við annars veg- ar umhverfi og mannlíf og hins vegar við eldri hefðir byggingarlistar. Póstmód- ernisminn lítur eftir ýmsum þörfum öðrum en „opinberri“ skynsemi, m.a. staðbundnum einkennum, hefðum og landslagi sem og einstökum hugdettum. En þekktari er hann þó líklega fyrir „vísanir" sínar í gamla byggingarstíla, jafn- vel fornklassíska, og samskeytingu forma úr ólíkum áttum, frá óskyldum tím- um. En ef hér er um að ræða uppreisn gegn stílhreinum og „praktískum“ bygg- ingum fúnksjónalismans, byggir þessi póstmódernismi þá ekki á svipuðu and- ófi og módernismi í öðrum listum fyrr á öldinni? Portoghesi hefur sjálfur sagt að aðferðir póstmódernismans séu hliðstæðar þeim sem stundaðar voru í fram- úrstefnu-myndlist fyrir sextíu árum. Slíkar framúrstefnuhræringar („avant-garde") frá því fyrr á öldinni höfðu raunar líka verið vanræktar innan myndlistarinnar sjálfrar. Þegar tekið er að andæfa módernismanum sem „stofnun" á sjöunda áratugnum, m.a. í nafni póstmódernisma, sækja margir sér fóður í þann stóra jurtagarð módernismans sem vanræktur hafði verið af túlkendum og forsvarsmönnum afstraktlistar. Nú er Marcel Duchamp „uppgötvaður" á ný og fram fer jákvætt endurmat á eldri afbrigðum expressjónisma, fútúrisma og ekki síst dadaisma og andlist hans. Nú beinist áhugi að „óhreinum" formum og samruna áður aðgreindra sviða. I and- spyrnu gegn hátíðlegum og upphöfnum „módernisma“, er nú á ný tekið að lof- syngja uppákomuna, tilviljunina, hið fundna eða tilfallandi viðfangsefni sem listamaðurinn þarf ekki nema að merkja sér til að gera það að list, og athygli beinist að vafasömum landamærum listarinnar og að hverju því sem raskar við- teknu jafnvægi í samskiptum verks og viðtakenda. Látum liggja á milli hluta að sinni hvort það sem gerðist í myndlist á sjöunda áratugnum getur talist póst- módernismi eða hvort þar var á ferðinni nýmódernismi sem e.t.v. var undanfari póstmódernisma sem kann að hafa komið fram síðar. Að brúa bilin Innan byggingarlistar og myndlistar hefur verið hægt að beina spjótum að módernisma sem telst hrjáður af íhaldssemi eða stöðnun á vegi „hreinleikans". Fráhvarf frá módernisma er þá í nafni framsækins póstmódernisma. En getur fráhvarfið ekki líka verið afturhvarf? Umræða um póstmódernisma í bókmenntum hefur einkum beinst að sagna- gerð. Þar virðist augljóst að póstmódernismi getur ekki falist í því að snúast gegn módernisma með róttækni forma eða merkingarmiðlunar. Þeir sem halda slíku fram, einsog áðurnefndur Hassan, lenda til dæmis í því að sigla póstmód- ernismanum aftur á bak í tíma og kippa um borð ýmsum „gömlum módern- istum“, uns hugtökin tvö eru komin úr viðráðanlegu innbyrðis sambandi.20 Kannski einkennist öll saga skáldsögunnar á síðustu áratugum af tilbrigðum 435
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.