Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Side 65

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Side 65
Keld Gall Jorgensen Aukin menningarbyrði um danskar bókmenntir og bókmenntaumruebu á síðustu árum Sjómaðurinn í Saragassóhafinu Mig langar að byrja á því að vitna í bók eftir franska heimspekinginn og sjómanninn Michel Serres. Hann er meðal helstu heimspekinga Frakklands í dag, og bók hans Genese eða tilurð, sköpun, hefur haft mikla þýðingu fyrir mig. Hún hefst á stuttri sögu sem hljóðar þannig: „Þegar ég var þetta sumar á siglingu undir heiðskærum himni og lét í leti berast með sól og vindi, var ég einn góðviðrismorgun staddur á grænu og sléttu Saragassóhafinu, á dularfullum stað, þar sem morgunbirtan speglað- ist í miljónum lítilla blikandi glerbrota í ótal myndum og litum. Eg vatt upp segl og undraðist að sjá svæði sem var um það bil einn ferkílómetri að stærð þakið dansandi flöskum. Fjöldinn var ótrúlegur. Sérhver flaska geymdi án efa sín sérstöku skilaboð, hver hafði sína þyngd og sína öldu- hreyfingu, íþyngd kræklingum og smásteinum bar hún sína von og sína ör- væntingu. Vindarnir höfðu fært þær saman allsstaðar að, frá þúsund mis- munandi stöðum. Reglubundinn, tilviljanakenndur árekstur þeirra fram- leiddi háværa, miskliða hringingu. Hljóð þetta barst til himins og fyllti himinhvolfið vímu. Næstu nótt var ég að því kominn að bíða skipbrot vegna saragassóþangs- ins. Báturinn var alveg að sökkva. I skyndingu batt ég saman flota af flösk- um, sem gat komið að gagni við að halda skipinu á floti og einnig sem vatnsílát, og þannig komst ég aftur heim til Bordeaux.“ Þessi saga finnst mér vera skemmtileg mynd af mannlegum samskiptum, ef maður útfærir hugmynd Michel Serres og ímyndar sér að flöskuskeytin séu „raddir" manna, og að einstaklingurinn haldi sér á floti með samrekstri þeirra. Sagan rúmar þannig flesta þá þætti, sem mig langar til að skrifa um hér: hið einstaka og fjöldann, hávaða og tónlist, glötun og björgun, mann- inn sem flýtur með og hlustar. Danskar bókmenntir á líðandi stund A síðastliðnu ári flutti Poul Borum fyrirlestur á ársfundi dönskukennarafé- lagsins í Danmörku, sem hann nefndi „80 minutter om 80 forfattere i 80’erne“ (80 mínútur um 80 rithöfunda á 9. áratugnum). Að meðaltali hafði 455
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.