Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Side 65
Keld Gall Jorgensen
Aukin menningarbyrði
um danskar bókmenntir og bókmenntaumruebu á síðustu árum
Sjómaðurinn í Saragassóhafinu
Mig langar að byrja á því að vitna í bók eftir franska heimspekinginn og
sjómanninn Michel Serres. Hann er meðal helstu heimspekinga Frakklands
í dag, og bók hans Genese eða tilurð, sköpun, hefur haft mikla þýðingu
fyrir mig. Hún hefst á stuttri sögu sem hljóðar þannig:
„Þegar ég var þetta sumar á siglingu undir heiðskærum himni og lét í leti
berast með sól og vindi, var ég einn góðviðrismorgun staddur á grænu og
sléttu Saragassóhafinu, á dularfullum stað, þar sem morgunbirtan speglað-
ist í miljónum lítilla blikandi glerbrota í ótal myndum og litum. Eg vatt
upp segl og undraðist að sjá svæði sem var um það bil einn ferkílómetri að
stærð þakið dansandi flöskum. Fjöldinn var ótrúlegur. Sérhver flaska
geymdi án efa sín sérstöku skilaboð, hver hafði sína þyngd og sína öldu-
hreyfingu, íþyngd kræklingum og smásteinum bar hún sína von og sína ör-
væntingu. Vindarnir höfðu fært þær saman allsstaðar að, frá þúsund mis-
munandi stöðum. Reglubundinn, tilviljanakenndur árekstur þeirra fram-
leiddi háværa, miskliða hringingu. Hljóð þetta barst til himins og fyllti
himinhvolfið vímu.
Næstu nótt var ég að því kominn að bíða skipbrot vegna saragassóþangs-
ins. Báturinn var alveg að sökkva. I skyndingu batt ég saman flota af flösk-
um, sem gat komið að gagni við að halda skipinu á floti og einnig sem
vatnsílát, og þannig komst ég aftur heim til Bordeaux.“
Þessi saga finnst mér vera skemmtileg mynd af mannlegum samskiptum,
ef maður útfærir hugmynd Michel Serres og ímyndar sér að flöskuskeytin
séu „raddir" manna, og að einstaklingurinn haldi sér á floti með samrekstri
þeirra. Sagan rúmar þannig flesta þá þætti, sem mig langar til að skrifa um
hér: hið einstaka og fjöldann, hávaða og tónlist, glötun og björgun, mann-
inn sem flýtur með og hlustar.
Danskar bókmenntir á líðandi stund
A síðastliðnu ári flutti Poul Borum fyrirlestur á ársfundi dönskukennarafé-
lagsins í Danmörku, sem hann nefndi „80 minutter om 80 forfattere i
80’erne“ (80 mínútur um 80 rithöfunda á 9. áratugnum). Að meðaltali hafði
455