Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Qupperneq 66
Tímarit Máls og menningar
hann þannig eina mínútu fyrir hvern rithöfund, eða 8 mínútur fyrir bók-
menntir hvers árs. Eftir fyrirlesturinn voru umræður og um það bil 10
dönskukennarar spurðu strax dálítið hissa af hverju hann hefði sleppt ein-
mitt uppáhaldsrithöfundum þeirra. Poul Borum afsakaði sig og bætti óðara
10 nýjum nöfnum á listann, og þannig vitum við nú að þegar hann eftir
nokkur ár kemur til með að halda fyrirlestur mun hann nefnast „90 mi-
nutter om 90 forfattere i 90’erne“. Þegar þar kemur hafa þá sennilega bæst
við ennþá fleiri, og nauðsynlegt að sleppa einhverjum úr.
Ég segi frá þessu hér til að benda á að maður þyrfti að nefna í kringum
100 rithöfunda til að gera bara nokkurn veginn tæmandi úttekt á dönskum
bókmenntum í dag. En ég ætla alls ekki að gera tilraun til þess núna, enda
er ég hvorki eins næmur og iðinn lesandi og Poul Borum né jafn vakinn og
sofinn og hann í vinnu minni.
I staðinn langar mig til að byrja á spurningunni: af hverju lesum við
yfirleitt bókmenntir? Svar mitt er frekar einfalt: það gerum við af því
að við erum að leita að túlkun á okkur sjálfum og stöðu okkar, til að átta
okkur á eigin sjálfi. Ekki þannig að þessir endurfundir við eigið sjálf verði
bein speglun eða staðfesting, heldur er í lestrinum jafnframt fólginn ákveð-
inn mismunur, sem verður til þess að við lærum eitthvað nýtt um okkur
sjálf. Að aðgreina sig frá persónum eða atburðum í sögu felur jafnframt í
sér samsömun við þessar persónur eða atburði, alveg eins og samsömun
felur í sér aðgreiningu; það munar alltaf um mismuninn, og hann gefur
okkur möguleika á að þróast í átt að nýrri sjálfsmynd. Fyrir mér er bók
góð þegar hún fjallar um þema sem kemur mér við, og gerir það á þann
hátt að ég læri eitthvað meira um þemað, e.t.v. er það þannig að í verkinu
tekst höfundi að orða eitthvað sem ég vissi fyrirfram, en gat ekki tjáð. A
dönsku er þetta genkendelse og miskendelse, á frönsku connaissance og
méconnaissance, sem er ennþá betra þar sem connaissance merkir þekking
og ekki endilega „endurfundur" við eigið sjálf (sem mundi vera reconnais-
sance).
I Danmörku er til rithöfundur, sem er fæddur sama ár og ég. Hann hefur
hlustað á nokkurn veginn sömu músík og ég, og hann hefur orðið ástfang-
inn á sama tíma og ég, þó að það hafi sennilega ekki verið af sömu stúlk-
unni. Fyrir einu ári lét ég drauminn rætast og fór á hárgreiðslustofu hér í
bænum með blaðamynd af manninum og bað um að fá svipaða hárgreiðslu.
Þessi rithöfundur heitir Klaus Lynggaard og gaf út nokkrar ljóðabækur áð-
ur en hann fór að skrifa skáldsagnabálk um sögu kynslóðar sinnar. Hingað
til hafa komið út tvær skáldsögur: Martin og Victoria árið 1985 og Victorias
ár árið 1986. Hvað varðar stíl þessara bóka og ástarsögu þeirra Martins og
456