Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Page 67

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Page 67
Aukin menningarbyrði Victoriu, þá er nærtækast að vísa til æskuverka Knuts Hamsuns, sem hafa haft sterk áhrif á Klaus Lynggaard. Astæðan fyrir því að ég nefni Klaus Lynggard er ekki að hann sé sérstak- lega framúrskarandi rithöfundur, þó að hann skrifi bæði vel og skemmti- lega, og þess má geta að skáldsögur hans eru notaðar sem frjáls lestur í dönskukennslu við framhaldsskóla á Islandi. Ástæðan er ekki heldur sú, að ég geti speglað mig í verkum hans (of mikil speglun er reyndar alls ekki æskileg). Astæðan er, að hann er fulltrúi kynslóðar, sem sama og ekkert hefur verið fjallað um í dönskum bókmenntum og bókmenntaumræðu al- mennt. Hann hefur lent milli tveggja kynslóða, sem hafa verið og eru enn allsráðandi á sviði bókmenntanna: annars vegar er það 68-kynslóðin, sem hann var of ungur til að gera uppreisn með, en hefur samt heyrt um frá eldri systkinum sínum, og hins vegar unga kynslóðin sem kvaddi sér hljóðs um 1980, en þá var hann orðinn of gamall. Nú getur slíkt kynslóðahjal verið ósköp leiðinlegt, en samt skiptir það sköpum í umræðunni í Danmörku, þar sem helst þarf að framleiða nýjar kynslóðir á fimm eða jafnvel þriggja ára fresti. Og ég er ekki frá því að þetta sé líka áberandi á íslandi, en hér er beinlínis reiknað í árgöngum, þ.e. hvenær menn útskrifast úr menntaskóla. Það var 68-kynslóðin sem þróaði þjóðfélagsraunsæið margfræga, en í dag er afstaða manna til þessa raunsæis tvíbent, eins og þið vitið sjálfsagt. Unga kynslóðin tók að streyma úr hliðargötunum og inn í sviðsljósið um 1980. Málpípa og tímarit hennar hét einmitt „Hliðargatan", en þetta rit kom út samtals 6 sinnum árin 1981 og 1982. Fyrir skemmtilega tilviljun voru flest þessara skálda nýútskrifuð af námskeiði sem Poul Borum hélt fyrir unga penna í lok 8. áratugarins. Meðal helstu fulltrúa þessara ljóð- skálda má nefna F.P. Jac, Soren Ulrik Thomsen, Piu Tafdrup, Michael Strunge og Bo Green Jensen. Þessi skáld voru annaðhvort nauðbeygð til að vera í andstöðu við 68- kynslóðina eða voru af fúsum og frjálsum vilja á móti hugmyndum þeirra. Enn þann dag í dag er deilt um í Danmörku, hvort telja eigi þessi skáld til íhaldssamra rómantíkera eða til róttækra módernista, en það er ljóst að ljóðabækur þeirra endurvöktu áhugann fyrir að lesa ljóð í Danmörku eftir að prósinn hafði verið ríkjandi um áratuga skeið, og það svo að jafnvel ljóðlistin var orðin prósi. Það er einnig ljóst að þessi skáld hafa endurvakið hugmyndina um skáldið sem verður til fyrir guðdómlegan innblástur og miðlar venjulegu fólki af innsæi sínu, en þetta er í andstöðu við hugmyndir undangenginnar kynslóðar, sem gerði skáldið að skrásetjara fyrir hina eða þessa hagsmunahópa. Og það er einnig ljóst að ungu ljóðskáldin vildu TMM V 457
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.