Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Side 70

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Side 70
Tímarit Máls og menningar Eldri bókmenntir Þó að ég viti að hægt sé að finna eitthvað athyglisvert hjá flestum rithöf- undum, eru að sjálfsögðu einstök verk, sem skara fram úr hinum, sérstak- lega þegar fram í sækir og það hefur skapast smá fjarlægð frá samtímanum. Mig langar til að fjalla smávegis um nokkur slík verk, og vil byrja á að vitna í tékkneska rithöfundinn Kundera, sem hefur skrifað bók um list skáldsög- unnar L’art du roman, og fjallar um þær kröfur sem góð skáldsaga þarf að uppfylla: skáldsaga á aðeins rétt á sér, segir hann, þegar hún leiðir eitthvað í ljós, sem einungis skáldsaga getur leitt í Ijós. Skáldsaga sem uppgötvar ekki áður óþekkta þætti tilverunnar er siðlaus, og þekking er þannig eitt grundvallarskilyrði hennar. Ef við yfirfærum þessar kröfur Kundera á danskar bókmenntir, þá er ljóst að það eru til margar „siðlausar“ skáldsögur. En það eru einnig til verk, sem uppfylla mætavel kröfurnar um að uppgötva nýja þætti tilver- unnar. Ef við tökum tímabilið frá 1930 fram til okkar daga gæti ég bent á 4 slíkar skáldsögur: Hœrvxrk eftir Tom Kristensen frá 1930, Logneren eftir Martin A. Hansen frá 1950, Den kroniske uskyld eftir Klaus Rifbjerg frá 1958 og Tugt og utugt i mellemtiden eftir Svend Áge Madsen frá 1976. Ég þori að fullyrða að þessar skáldsögur standast kröfur Kundera, og þær eru þegar orðnar sígildar í Danmörku, e.t.v. að undanskilinni skáldsögu Svend Áge Madsen, en hann er ekki orðinn nógu þekktur, þó að hann eigi að mínu mati eftir að verða það. Þessar skáldsögur segja eitthvað, sem einungis þær geta sagt, þær rúma þekkingu sem er sígild. Ég ætla ekki að fara að túlka þessi verk hér, en það mætti kannski í stuttu máli lýsa inntaki þeirra á eftirfarandi hátt: Hærvark fjallar um mann, sem ákveður að líta í eigin barm og spyrja sjálfan sig hver maðurinn sé, þegar öllu er á botninn hvolft. Hann hættir að vinna og hugsa um fjölskyldu sína og fer að skoða eigin sál, en þar uppgötvar hann að lok- um, þegar hann getur ekki sokkið dýpra, ekki annað en tómið og lítinn hlæjandi djöful, sem er nauðalíkur manninum sjálfum og reynist vera speg- ilmynd hans. Logneren fjallar um manninn, sem notar eitthvað sem er fjar- verandi, það getur verið fortíðin eða einhver ósigur sem hann hefur orðið fyrir, til þess að afsaka aðgerðarleysi sitt eða svik. Þetta þema hefur með ýmsum tilbrigðum verið endurtekið í verkum Peter Seebergs. I Den kroni- ske uskyld uppgötva tveir ungir strákar að maður verði sjálfur að ábyrgjast þroska sinn, og að draumar um fullkomleika verða auðveldlega eins konar fangelsi. Loks er skáldsaga Svend Áge Madsen, sem má e.t.v. lýsa með heiti tveggja kafla í bókinni: „Verden er en komedie for den der tænker, . . . en tragedie for den der foler“ - heimurinn er gamanleikur fyrir þann sem 460
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.