Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 84
Tímarit Máls og menningar hverfist um fjölskylduna, ástríkur og heimakær, að konur geti ekki skrifað annað en ástarsögur, rómantísk ljóð, barnabækur og mataruppskriftir. Vel menntaðir ritstjórar, gagnrýnendur og bókmenntafræðingar eiga til að detta ofan í þennan pytt. Michael Moody, prófessor við Idaho háskóla, bauðst til að taka viðtal við mig fyrir tímaritið Revista Hombre á Miami. Hann ætlaði að fara til Caracas og ræða við mig um Hús andanna og Ast og skugga. Ritstjórinn svaraði því til að hann hefði þegið boðið ef ég hefði verið karlmaður, en úr því ég væri kona hefðu lesendur karlablaðsins hans örugglega engan áhuga á mér. Hvers vegna þekkir fólk svona fáa kvenrithöfunda frá Suður-Ameríku? Allir kannast við Vargas Llosa, Carlos Fuentes, Octavio Paz, Alejo Carp- entier, Jorge Amado, José Donoso og fjöldamarga aðra höfunda frá upp- gangsárum suður-amerískra bókmennta. En fæst ykkar trúi ég gætu nefnt nöfn þriggja kvenna úr álfunni minni. Mér hefur verið lýst sem einu kon- unni í þessum fína karlaklúbbi. A Italíu settu þeir rautt band utan um Hús andanna þar sem stóð að ég væri „García Marquez í pilsi“. Þetta var mikill heiður fyrir mig - það segi ég beiskjulaust - en ég leyfi mér að efast um að kolumbíski rithöfundurinn með stóra yfirskeggið yrði hrifinn af að sjá mynd af sér í pínupilsi. Þetta þýðir alls ekki að konur í Suður-Ameríku skrifi ekki. Það hafa þær gert síðan Sor Juana Inés de la Cruz byrjaði á því á sautjándu öld. Reyndar er þetta eiginlega eina listgreinin sem okkur stendur opin því maður þarf bara blýant og blaðsnepil til að skrifa. Þeir allra aumustu geta leyft sér það - og á þessum slóðum eru konur fátæklingar meðal fátæklinga. Til að geta skrifað þarf maður ekki að eyða árum hjá meistara eins og málarar þurfa að gera, né fara í listaakademíur, eyða háum fjárhæðum í dýra liti, finna sér velunnara, útvega sýningarsali né sitja löngum stundum á kaffihúsum með listaverkasöfnurum og gagnrýnendum. Maður skrifar í þögn og einsemd, í skuggunum, vandlega skilinn frá öðrum. Konur hafa um aldir skrifað úti í skotum heima hjá sér eða í klefa í nunnuklaustrum. Ommur okkar og lang- ömmur skráðu hugsanir sínar í dagbækur, minnisbækur, stökur, bréf, smá- sögur og einstaka sinnum í skáldsögur sem fæstar komust á prent af því að penninn var - eins og penisinn - vopn karlmannsins. Verk þeirra liggja gleymd í skápum og á kistubotnum, hulin ryki, þangað til fúi tímans geng- ur frá þeim. Við og við reis einhver þeirra gegn steinrunnum þjóðfélags- venjum, hætti á að vera talin geggjuð og varði verk sín með offorsi þangað til einhver fékkst til að gefa þau út. Svoleiðis fór Gabríela Mistral að og fékk Nóbelsverðlaunin, flestum körlum til stórrar undrunar. Hún var að vísu ljóðskáld, það þykir kvenlegra. Það er erfitt verk að skrifa. Erfitt fyrir karlmenn og erfitt fyrir konur. 474
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.