Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Síða 86
Tímarit Máls og menningar heimili, mann og börn. Ég lauk námi með samræmdu prófi þegar ég var sextán ára. Ég skrifaði efnafræðiformúlur með nærri óskiljanlega smáu letri á lærin á mér og ártöl á uppslögin á blússunni minni og fékk eina hæstu einkunnina á landinu. Dyr háskólans blöstu við, opnar upp á gátt, en mér datt aldrei í hug að fara inn um þær. Ég var með strák á föstu og heima hjá mér var aldrei rætt um þennan möguleika í alvöru. I staðinn fór ég á einka- ritaranámskeið og byrjaði strax að skrifa upp tölfræðilegar heimildir um nytjaskóga á skrifstofu og gefa yfirmanni mínum kaffi, uppstökkum rauð- haus sem kallaði á mig með skerandi bjölluhljómi. En ég get ekki kvartað. Neistinn í mér slokknaði ekki heldur blossaði hann upp nærri þrjátíu árum seinna. Ég var heppin af því að ég hafði alla tíð greiðan aðgang að bókum, ég átti skyggna ömmu sem örvaði ímyndun- arafl mitt og fjölskyldu sem var fræg fyrir hvað hún var furðuleg og varð fyrirmyndin að fjölskyldunni í Húsi andanna. Svona brjáluð fjölskylda er efni í tvö hundruð skáldsögur. Auk þess á ég mikla móður. Mér finnst að það sé alveg sama hvar ég velkist, ég muni ævinlega eiga hæli víst hjá henni, það gefur mér þrótt til að kanna marga villustigu - þeirra á meðal stigu bókmenntanna. Ég hef nefnt ytri skilyrði skapandi listar. Nú ætla ég að nefna það sem skiptir ennþá meira máli, forsendurnar innra með hverjum einstaklingi fyr- ir því að hann geti varið réttinn til að skapa og varið sín eigin sköpunar- verk. Það er sjálfsálitið, hégómagirnin, hófleg sjálfselska sem mjög margir karlmenn öðlast með menntuninni en afar fáar konur þroska með sér til fulls af einhverjum ástæðum. Jafnvel á okkar tímum, undir lok tuttugustu aldar, er leiðin til skáldskap- ar nærri ófær konum í Suður-Ameríku. Þar er ekki einungis við ljón for- dóma annarra að eiga, ritstjóra, gagnrýnenda, bókmenntafræðinga, jafnvel tilvonandi lesenda, heldur þurfum við líka að yfirstíga minnimáttarkennd- ina sem býr í okkur langflestum. Boðskapurinn er runninn okkur í merg og bein og við þurfum að vera algerar galdrakerlingar til að uppræta hann. Okkur var sagt að konur væru þægar, undirgefnar, fallegar, fórnfúsar og hreinar. Umfram allt, var okkur sagt, áttum við að vera hæverskar, alltaf auðmjúkar og þögular þegar við gátum, halda okkur í skugganum, vera góður félagi mannsins okkar, hjálpa honum, örva hann og leyna veikleik- um hans en aldrei, aldrei nokkurn tíma láta eigin hæfileika skyggja á hann. Við konur erum ástríðan og tilfinningin sönn og hrein, skynsemi, vit og at- hafnasemi eru eiginleikar karlmannsins. Refsingin fyrir að vera öðruvísi er einsemd. Bókmenntir í Suður-Ameríku eru samkvæmt hefðinni yfirráðasvæði karla. Þeir lýsa veröldinni eins og þeir sjá hana og konunum líka. En kynin 476
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.