Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Page 98
Tímarit Máls og menmngar
ráð sitt. Þá fékk hann síðast kviðfylli þegar hann gifti sig - enda lá
hann líka veikur á eftir. Hann slapp undan herþjónustu, hafði varla
farið tíu sinnum út fyrir þorpið og þá bara á markaðinn. A allri sinni
ævi hafði hann aðeins einu sinni hlegið hjartanlega. Það var þegar
faðir hans ætlaði einu sinni að hirta hann fyrir að hafa hroðið núðlu-
diskinn, en tókst ekki betur til en svo að honum skrikaði fótur í
högginu, féll við og sló höfðinu í þilið. Hann dó líka blessaður.
Eina sem hann hafði áhuga á, var að borða. Það var ástæðan fyrir
því að hann lamdi iðulega konu sína, og ef hann hugsaði nokkurn
tímann um nokkurn skapaðan hlut, þá var það bara um hvað væri
gott að éta. En ekki gat hann ímyndað sér margt í þeim efnum og
því síður gat reynslan orðið honum að neinu gagni.
Um kvöldið þegar haldið var heim á leið og húsbóndanum sagt
frá loknu dagsverki - en sá var siður í þorpinu að hver og einn sá um
sinn skika lands - þá tilkynnti Sarúdý gamli:
- Karlar og konur: þið megið öll koma til brúðkaups dóttur
minnar annað kvöld. Þið skuluð fá að borða eins mikið og þið getið
í ykkur látið.
Það munaði minnstu að liði yfir Litla-Jón. Hann varð ofsa-
hræddur, - hræddur um að verkefnið væri honum ofvaxið. Hinir
kættust við tíðindin og ráku upp gleðióp, en hann var hljóður.
Hann stóð aftast í þyrpingunni; rökkrið færðist yfir; enginn yrti á
hann. Loks rölti hann af stað með hinum, þungum skrefum, heim-
leiðis.
Heima borðaði Jón hýðisgraut í kvöldmat. Hann neytti matar
síns stillilega og án þess að mæla orð af vörum. Hann stuggaði við
kettinum sem néri sér við fótlegg hans og mjálmaði. Hugsaði ekki
um neitt. Samt fann hann fyrir einhverri sérstakri tilfinningu eins og
hans biði eitthvert heljarverkefni, stærra en hann hefði nokkru sinni
tekið að sér. Hann áttaði sig ekki alveg á því hvað það var sem leit-
aði á hann, en var þó með hálfan hugann við brúðkaupið daginn eft-
ir.
Alla þá nótt átti hann erfitt um svefn. Hann hrökk margoft upp
og bylti sér í bælinu, en þegar hann leiddi hugann að því sem morg-
undagurinn bæri í skauti sér færðist aftur yfir hann ró og værð.
Hann rétti út þumalfingurinn.
- Fyrst kemur kjúklingasúpa. . . Eg skal tæma úr heilli fötu. Bros
488