Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Side 103

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1988, Side 103
Um Zsigmond Móricz Árið 1905 giftist hann stúlku úr Uppsveitum (Felvidék) og við tók erfitt tímabil í lífi hans. Hann þurfti bæði að sjá fyrir eigin fjölskyldu og foreldr- um, og þar sem hvorki gekk né rak í útgáfumálum hafði hann úr litlu fé að spila. Þegar dóttir hans lagðist veik og virtist ekki ætla að ná sér varð Mór- icz þunglyndur mjög og þótti hag sínum illa komið. Hann skrifaði þá smá- söguna „Sjö aura“ og fékk hana birta í nýstofnuðu bókmenntatímariti, Vestra (Nyugat), árið 1908. Móricz var þá 29 ára. Sagan vakti mikla athygli og varð til þess að hann helgaði sig eingöngu ritstörfum upp frá því. Fyrstu bækurnar sem komu út eftir hann voru tvö smásagnasöfn, Sjö aurar (Hét krajcár) árið 1909, og Tragedía (Tragédia) ár- ið 1910. Árið 1911 kom út fyrsta fullþroskaða skáldsaga hans, Skíragull (Sárarany). Hún þverbraut allar hefðir í ungverskri skáldsagnagerð og op- inberaði það sem sveitasögurnar höfðu þagað yfir, ástríður fólksins, jarða- skortinn, stéttaskiptinguna og yfirgengilega vinnuþrælkun. Á meðal bóka sem eftir komu má nefna Ættingja (Rokonok, 1932), Hinn sæla mann ( A boldog ember, 1935) og unglingabókina Vertu góður alla tíð (Légy jó mindhalálig, 1921). Rauði þráðurinn í verkum Móriczar er uppgjör söguhetjunnar við um- hverfið. Hann virðist líta svo á, að veruleikinn sníði tilfinningum þessarar skapmiklu og næmu þjóðar svo þröngan stakk, að orkan sem safnist þar fyrir fái loks útrás með þeim afleiðingum að tómlætið taki á sig mynd þján- ingarinnar, bitlaust saxið verði að flugbeittri egg, átökin svo mikil „að ekki standi steinn yfir steini". Annað einkenni í verkum Móriczar er tvöfeldnin sem alls staðar skín í gegn. Hann gat bæði sett sig í spor hins fátæka leiguliða og einnig litið ver- öldina augum landeigandans, enda þótt honum hafi tekist betur upp við hið fyrrnefnda. Foreldrar hans voru eins og áður segir hvort úr sinni stétt, og því fékk hann strax í æsku innsýn í þessa tvo ólíku heima. Sú reynsla átti eftir að verða honum notadrjúg við ritstörfin. Síðar komst hann einnig að því, að þjóðin sem bjó í smábæjum sléttunnar var langt frá því að vera einlit sauðahjörð, heldur samansafn stríðandi stétta. Aðalsmaður sem orð- inn var að borgara gat aldrei sæst við borgara úr röðum smábænda. Allt logaði í innbyrðis togstreitu og hagsmunaskaki - og þar varð Móricz flest- um hnútum kunnugur. Sá einn ljóður er á rithöfundarferli Móriczar að hann var algjörlega upp- tekinn af baráttunni fyrir bættum kjörum þjóðar sinnar. Hann var því á vissan hátt barn síns tíma. Ungt fólk sem er að vaxa úr grasi í Ungverja- landi um þessar mundir skilur hins vegar ekki þann veruleika sem hann lýsir. Það getur með engu móti gert sér í hugarlund þessa ægilegu fátækt, þetta óendanlega basl sem var á fólki. Þannig er Móricz ekki lengur 493
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.